Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 67

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 67
66 Þjóðmál VETUR 2011 Keynes að það gæti borgað sig fyrir ríkið að láta verkamenn moka skurði og síðan fylla upp í þá aftur . Segja má að í þessu kristallist ágreiningur Keynes við klassíska hagfræðinga, sem höfnuðu pólitískum afskiptum af hagkerfinu og vildu láta markaðinn leysa hagfræðileg mál . Keynes aftur á móti vildi nota markaðinn eftir spurnarmegin í hag- kerfinu (gefa fyrirt ækjum gott svigrúm) til að framleiða á sem hagkvæmastan hátt, en pólitík til að dreifa afrakstrinum fram- boðsmegin (ríkið yki hlutdeild sína í hag- kerfinu) þar sem gæðunum er útdeilt . En Keynes vildi ganga lengra og lagði til „félagslega fjárfestingu“ þar sem ríkið ætti að auka hlutdeild sína í hagkerfinu með beinum fjárfestingum í atvinnulífinu . Hann taldi sig ekki vera að leggja til sósíalisma með þessu heldur væri þetta eina leiðin til að koma á jafnvægi fullrar atvinnu og hámarksframleiðslu, sem hann taldi laissez faire-stefnuna ófæra um að gera . Bók Keynes um Almennu kenninguna hafði mikil áhrif í heimi hagfræðinnar og á hið pólitíska andrúmsloft . Margt af því sem þar kemur fram hefur eflaust hljómað vel í eyrum stjórnmálamanna eins og réttlæting á peningaprentun, aukna skattlagningu og áhrif stjórnmálamanna á framboðshlið hag- kerfisins . Einnig eru viðbrögð klassískra hag fræðinga, en hugmyndir þeirra höfðu verið ráðandi á Vesturlöndum um langt skeið, skiljanleg . Bókin réðst harkalega að kenningum laissez faire-manna og dregur þá oft sundur og saman í háði enda textinn einarður og miskunnarlaus . Hugmyndum Keynes var tekið fagn-andi á Vesturlöndum og voru þær notaðar sem lausn á kreppu eftir seinni heimsstyrjöldina . Í kjölfarið fylgdi mesta hag vaxtar skeið mann kynssögunnar . Margir urðu hins vegar til að gagnrýna þessar kenn- ingar og fór þar félagi og samtímamaður Keynes, Austur ríkismaðurinn Friedrich Aug ust von Hayek, einna fremstur í flokki . Einnig deildi Milton Friedman, prófess- or við Chicago-háskóla, ákaft á kenningar Keynes, en hann hafði aðra skýringu á krepp- unni miklu sem hann skýrði með mistök- um Seðla banka Bandaríkjanna að tryggja ekki bönkum nægt lausafé og auka þannig peninga magn í umferð . Á sama hátt varaði hann við lausbeislaðri peningamálastefnu og auknum ríkisafskiptum sem leiða myndu til verðbólgu og skuldasöfnunar ríkis- sjóðs . Aðrir kenningasmiðir í anda Keynes höfðu fundið út að hægt væri að draga úr atvinnuleysi með því að auka verðbólgu og þar með var komin lausn sem bæði myndi auka hagvöxt og velsæld í heiminum . Efnahagserfiðleikar þrengdu að Vestur- löndum á sjöunda áratugnum, þar sem bæði verðbólga og atvinnuleysi fóru úr böndunum ásamt meiri viðskiptahalla en áður hafði þekkst . Keynes lifði ekki þessa daga en margir hafa bent á að ósanngjarnt sé að gera kenningar hans að blóraböggli í því máli . Það varð þó til þess að íhaldsmenn náðu aftur vindi í segl sín og nýir tímar tóku við með Thatcher og Reagan í broddi fylkingar . Fram að 2008 má segja að ríkjandi kenningar í hagfræði væru ný- keynesismi og ný-klassísk, þó einnig megi nefna peningahyggju (monetarisma) sem Milton Friedman talaði fyrir . Ástand efnahagsmála Vesturlanda frá árinu 2008 hefur orðið til þess að rykið hefur verið dustað af kenningum Keynes . Hann deildi, eins og áður segir, hart á viðbrögð við verðfallinu á Wall Street 1929 og kreppu sem fylgdi í kjölfarið . Banda ríski seðlabankinn gerði á þeim tíma þau grundvallarmistök að tryggja ekki inneign sparifjáreiganda og koma þannig í veg fyrir sjóðþurrð banka og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.