Þjóðmál - 01.12.2011, Side 69

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 69
68 Þjóðmál VETUR 2011 Eftirspurn eftir peningum eykst og vextir hækka . Við hærri vexti draga fyrirtæki úr fjárfestingum sínum og eina breytingin er að ríkið fær nú stærri sneið af hagkerfinu . Ef ríkið hins vegar eykur peningamagn í umferð til að halda niðri vöxtum þá hækkar verðlag og verðbólga en engin breyting verður á framleiðslu . Hins vegar þarf að greiða niður fjárlagahalla (eða vexti af ríkis skuldabréfum) í framtíðinni sem étur upp hagvaxtaraukningu við aukin umsvif . Samkvæmt kenningum klassískra hag- fræðinga er ekki hægt að stækka hagkerfið til lengri tíma með aukinni eftirspurn . En hægt er að hafa áhrif á framboðshliðina, t .d . með skattalækkunum, sem eykur vinnu vilja fólks, peningamagn í umferð og sparn að . Vextir lækka og fyrirtæki fjárfesta í nýj um atvinnutækjum og þjóðar fram leiðsla eykst . Keynesísk hagfræði gerir hins vegar ráð fyrir að nafnvirði launa breytist ekki og sú verðbólga sem myndist við aukin umsvif ríkisins, ásamt auknu peningamagni, lækki því raunverulegan launakostnað . Vextir lækki og fyrirtæki bæti við starfsfólki vegna lækkunar launaútgjalda og betri vaxta kjara . Seinni árin hafa komið fram kenningar sem brúa þetta bil en sumir vilja halda því fram að keynesískar aðferðir geti aðeins virkað til skamms tíma en ekki til lengri tíma . Fram á sjöunda áratug 20 . aldar trúðu menn mjög á kenningar Keynes . Hug- myndir nýsjálenska hagfræðingsins Phillips virtust renna frekari stoðum undir þær . Þessar hugmyndir sýndu að hægt væri að velja á milli verðbólgu og atvinnuleysis og væri um neikvæð tengsl að ræða . Hægt væri með öðrum orðum að minnka atvinnuleysi með hæfilegri verðbólgu . Á áttunda ára- tugnum fór þetta úr böndunum þar sem bæði verðbólga og atvinnuleysi jukust jöfn um höndum um alla Vestur-Evrópu og Bandaríkin . Það var einmitt Friedman sem benti á veilur í Phillips-kúrfunni þar sem Phillips hefði láðst að gera greinarmun á peningalaunum og raunverulegum kaup- mætti launa . Það verður fróðlegt að líta um öxl þegar rykið hefur sest í því pólitíska umróti sem núverandi fjármálakreppa iðnríkja hefur valdið, en margir telja að meginorsök hennar hafi verið of ódýrt fjármagn sem grafið hafi undan varkárni og ráðdeild . Hvort keynesísk úrræði vestrænna stjórn- málamanna duga til lausnar eða hvort varnaðarorð klassískra hag fræðinga hafi verið rétt . Um þetta er tekist á í dag, sérstaklega í Bandaríkjunum en þróun mála í íslensku hagkerfi er einnig áhugaverð ef hún er skoðuð í þessu ljósi . Ljóst má þó vera að skuldavandi vestrænna ríkja er gríðarlegt vandamál sem ekki sér fyrir endann á . Víða er frjálshyggju, eða ný-frjálshyggju (sem er óskilgreint hugtak), kennt um þær ógöngur sem hagkerfi vestrænna þjóða er komið í, en það er spurning hvort þar sé ekki verið að hengja bakara fyrir smið og nær sé að leita að sökudólgnum í sósíalisma . Ljóst má vera að rætur vandans liggja í óábyrgri fjármálastjórn vestrænna ríkja, þar sem þjónusta hefur verið aukin við íbúa, langt umfram tekjuaukningu, og bilið verið fjármagnað með lántökum . Nokkur heimildarrit: Begg, Fischer and Dornbusch (2000): Economics . London: McGraw Hill . Friedman, Milton (1982): Frelsi og framtak (Hannes H . Gissurarson, þýddi) . Reykjavík: Almenna bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna . Haraldur Jóhannsson (2000): Saga hagfræði: fram á öndverða 19. öld . Reykjavík: Skjaldborg . Keynes, John Maynard, „The balance of Payments of the United States“, The Economic Journal, Vol . LVI . júni 1946, bls 185–186, þýðing Haraldur Jóhannsson í Heimskreppa og Heimsviðskipti (1975) . Þorvaldur Gylfason (1990): Almannahagur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.