Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 71

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 71
70 Þjóðmál VETUR 2011 3 . 4/5 hlutar hlutafjár félagsins skulu vera í eigu íslenskra ríkisborgara . 4 . Íslenskir ríkisborgarar skulu fara með meirihluta atkvæða á hluthafafundum . Samkvæmt 2 . tölul . 2 . mgr . 1 . gr . laga nr . 19/1966 getur innanríkisráðherra, svo sem fyrr greinir, veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum 1 . mgr . 1 . gr . laganna ef annars þykir ástæða til . Er hér um að ræða undanþáguákvæði sem ber samkvæmt almennum lögskýringarreglum að túlka þröngt . Telur ráðuneytið mikilvægt að við beitingu þess sé litið til markmiðs laga nr . 19/1966 og forvera þeirra, samnefndra laga nr . 63/1919, en af lögskýringargögnum verður ráðið að talið hafi verið að takmarkanir útlendinga til þess að öðlast réttindi yfir fasteignum á Íslandi væru nauðsynlegar til þess að standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og möguleika Íslendinga til að njóta sjálfir arðs af auðlindum sínum . Að mati ráðuneytisins verður ekki horft framhjá því hversu stórt landsvæði er um að ræða sem félagið hyggst kaupa, eða 30 .639 hektarar, og að engin fordæmi eru fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi verið fært undir erlend yfirráð . Telur ráðuneytið það ekki samrýmanlegt tilgangi og markmiði laga nr . 19/1966 að ráðherra veiti leyfi til þess að víkja frá skilyrðum 1 . mgr . 1 . gr . laganna þegar um jafnstórt svæði er að ræða . Einnig ber að hafa í huga að ákvæðið setur fyrir því ströng skilyrði að hlutafélög megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir íslenskum fasteignum og er ljóst að umrætt félag uppfyllir ekkert þeirra . Telur ráðuneytið því að í máli þessu séu aðstæður með þeim hætti að ef leyfi væri veitt til undanþágu frá lögunum væri vikið svo langt frá þeirri meginreglu sem 1 . mgr . 1 . gr . mælir fyrir um, að ekki sé réttlætanlegt . Niðurstaða ráðuneytisins er sú að ekki þyki ástæða til fyrir innanríkisráðherra að veita Beijing Zhongkun Investment Group leyfi til að víkja frá skilyrðum 4 . tölul . 1 . mgr . 1 . gr . laganna og kaupa 72,19% eignarhlut í óskiptri heildareign jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum . Er beiðni félagsins þar að lútandi því hafnað . * Eftir að Ögmundur Jónasson hafði kynnt niðurstöðu sína opinberlega sætti hann gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem sagði ákvörðun innanríkisráðherra „vonbrigði“ . Jóhanna óttaðist þó ekki að ákvörðunin hefði „varanleg áhrif á stjórnarsamstarfið“, hins vegar styrkti hún „samstarfið ekki heldur“ . Í samtali við RÚV 25 . nóvember 2011 sagði Jóhanna ekki fara á milli mála að Ögmundur færi með stjórnskipulegt vald í þessu máli . Hún hefði hins vegar kosið að hann hefði haft meira samráð við aðra ráðherra vegna ákvörðunarinnar og orðrétt sagði hún, svo að vitnað sé í ruv.is: Ég tel það óheppilegt hvað ráðherra hélt þessu máli fyrir sjálfan sig og var búinn að tilkynna hana viðkomandi aðila áður en hann kom á ríkisstjórnarfund í morgun og það var auðvitað afar óheppilegt . Þarna fann Jóhanna ekki aðeins að efnis- legri niðurstöðu ráðherra í ríkisstjórn sinni heldur gagnrýndi hann einnig fyrir að stilla ríkisstjórninni upp við vegg í málinu, hann hefði kynnt Huang Nubo niðurstöðu sína á undan ríkisstjórninni . Jóhanna hafði hins vegar ekki á orði að Ögmundur viki úr ríkisstjórn vegna þessa . Á forsíðu Morgunblaðsins sagði 26 . nóv- ember 2011: Árni Páll Árnason efnahags- og viðskipta- ráðherra sagði niðurstöðuna [synjun Ög- mundar] óhjákvæmilega vekja spurningar um stjórnarsamstarfið og framhald þess . Ög mund ur Jónasson innanríkisráðherra segir aðspurður að mikið hugarflug þurfi til að komast að þeirri niðurstöðu að málið ógni stjórnarsamstarfinu . „Þetta snýst ekki um pólitík heldur um það eitt að fara að landslögum,“ segir hann . En eru líkur á að stjórnin falli vegna máls Huangs? „Menn eru misjafnlega fúlir yfir þessu,“ sagði Össur Skarphéðinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.