Þjóðmál - 01.12.2011, Side 72

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 72
 Þjóðmál VETUR 2011 71 utanríkisráðherra . „Sumir eru verulega óánægðir en þetta mál er þrátt fyrir allt ekki af þeirri stærðargráðu að það steypi stjórninni .“ Hinn 9 . nóvember 2011 lagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, minni sblað fyrir ríkisstjórn undir fyrir sögn- inni: Kaup kínversks fjárfestis á hluta Gríms­ staða á Fjöllum . Þar sagði meðal annars: Við mat innanríkisráðherra á því hvort veita beri undanþágu og heimila fjárfestingu kín- versks fjárfestis í fasteign hér á landi verður ekki komist hjá því að draga þá ályktun að við slíka ákvörðun beri að horfa til þess að stjórnvöld hafa undirgengist samninga þar sem hvatt er til fjárfestinga milli ríkjanna tveggja . Í minnisblaði innanríkisráðherra frá 2 . september sl . kom fram að í langflestum til fellum hafi umsóknir erlendra aðila um sam bæri legar undanþágur verið samþykktar . Sú stað reynd skapar lögmæta væntingu um sam þykki og gerir því þá kröfu til innan ríkis ráðu neytisins að það rökstyðji sérstaklega þau efnis legu rök sem kunni að vera fyrir hendi ef synjun kemur til álita af hálfu ráðuneytisins, enda gildir jafnræðisregla stjórnsýslulaga jafnt gagnvart erlendum borgurum sem innlendum . Við það mat er óhjákvæmilegt að hafa í huga þá staðreynd að kaupsamningurinn er um hluta jarðar sem er í óskiptri sameign með íslenska ríkinu og að ekki er óskað eftir kaup um á hlut ríkisins í jörðinni . Stjórnvöld munu því í gegnum óskipt eignarhald að jörðinni hafa einstaka möguleika á að hafa áhrif á nýtingaráform kaupandans, langt um fram það sem stjórnvöld gætu gert væri kaup samn ingurinn um jörð í hreinni eign seljanda . […] Ýmis sjónarmið hafa verið viðruð í opinberri umræðu um þetta mál er vísa til meintrar hættu af erlendri fjárfestingu af hálfu Kínverja og að sérstök ástæða sé til varkárni þegar erlend fjárfesting Kínverja á í hlut . Efnahags- og viðskiptaráðuneytið telur af þessari ástæðu óhjákvæmilegt að taka skýrt fram að ráðu- neytið telur engar forsendur til að telja erlenda fjárfestingu kínverskra fyrirtækja hér á landi varhugaverðari en aðra . Fyrir liggur að vaxandi þrýstingur er á erlenda fjárfestingu í kínversku efnahagslífi . […] Umtalsverð pólitísk óvissa er um framtíðarþróun í Kína og eðlilegt að kínverskir fjárfestar kjósi að eiga einhverjar eignir í grónum markaðshagkerfum . Öll þróuð iðnríki sækjast því eftir kínverskri fjár festingu . […] [T]elur efnahags- og viðskiptaráðuneytið að ekki liggi fyrir nein efnisrök til að telja hags mun- um Íslands ógnað með nokkrum hætti af er lendri fjárfestingu af þeim toga sem hér um ræðir . * Þeir sem sætta sig ekki við stjórnvalds- ákvörð un á borð við þá sem Ögmundur Jónasson tók geta leitað álits umboðsmanns alþingis á henni eða stefnt ráðherra fyrir dóm til að fá álit á því hvort löglega hafi verið að málum staðið . Strax laugardaginn 26 . nóvember 2011 kynnti talsmaður Huangs á Íslandi, Halldór Jóhannsson arkitekt, að umbjóðandi sinn ætlaði „sér ekki að reyna að hnekkja niðurstöðu íslenska ríkisins“ . Hann hefði hins vegar orðið fyrir vonbrigðum yfir því að ákvörðunin hefði verið tekin algjör lega einhliða án nokkurrar tilraunar til samn- ingaviðræðna . Í frétt á mbl.is 26 . nóvember 2011 er eftir Halldóri haft: „Huang hafi sjálfur talið sig nálgast Ísland af vinskap og með allt uppi á borðinu . „Það var ljóst í upphafi að hann hafði engan áhuga á því að fara einhverja bakdyraleið, það kom aldrei til greina,“ segir Halldór . „Allt tal og moldviðri í þá átt að það hafi átt að vinna þetta eftir einhverjum öðrum hvötum en komnar eru fram á ekki við rök að styðjast . Hann hefur sótt til íslenskra ráðgjafa og lögfræðinga, þekkir vel til íslenskrar vinnulöggjafar og hafði fullan hug á því að vinna í samræmi við hana .“ Halldór sagðist sjálfur vera mjög vonsvikinn fyrir hönd Norðurlands eins og þar segir: Og ekkert síður fyrir hönd þeirra einstaklinga sem þarna sáu möguleika á að selja eign sína .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.