Þjóðmál - 01.12.2011, Page 73
72 Þjóðmál VETUR 2011
Mér finnst þeir svolítið hafa gleymst þegar
talað er um að þetta sé eign þjóðarinnar .
Auðvitað er þetta fyrst og fremst þeirra eign
sem þeir hljóta að eiga rétt á því að selja .
Á vefsíðu The China Daily birtist 26 .
nóvember 2011 viðtal við Huang Nubo .
Hann sagði ákvörðun innanríkisráðherra
Íslands „fljótfærnislega og ábyrgðarlausa“ .
„Höfnunin endurspeglar óréttlátt og
afturhaldssamt fjárfestingarumhverfi sem
blasir við kínverskum fjárfestum erlendis,“
sagði Huang í einkasamtali við kínverska
blaðið . Hann sagði að í ákvörðuninni fælist
bæði tap fyrir Ísland og kínverska fjárfesta .
Hann sagði að landeigendur hefðu átt
frumkvæði að málinu . Hann hefði fengið
fréttir af höfnun innanríkisráðuneytisins
klukkan 04 .00 að morgni laugardags 26 .
nóvember, fram til þess hefði hann ekki
fengið nein tilmæli eða boð frá ráðuneytinu .
Hann sagði fyrirtæki sitt ekki tapa neinu á
þessu en málið væri dæmigert vegna þess
að í því kæmu fram fordómar gagnvart
kínverskum fjárfestum erlendis .
„Enn ræður tvöfalt siðgæði,“ sagði hann .
Á Vesturlöndum hvetji menn til þess
að „kínverskir markaðir séu opnaðir en
sama tíma loka þeir eigin dyrum gagnvart
kínverskum fjárfestingum“ . Þá kvartaði
hann undan því að gefið hefði verið til
kynna að kínverski herinn stæði að baki
kínverskum viðskiptamönnum og þess
vegna tengdust þau öryggismálum .
Huang varaði aðra fjárfesta frá Kína við
hættunum í Evrópu . Þeir ættu að gæta þess
áður en þeir héldu út á heimsmarkaðinn
að kynna sér til fulls stjórnmálaumhverfið
eða hættuna á því að lenda á milli tveggja
andstæðra stjórnmálaafla .
„Hinn svonefndi pólitíski stöðugleiki
gagnvart erlendum fjárfestingum er ekki
eins og við teljum hann vera eða eins og
þeir lýsa honum,“ sagði hann .
Huang sagði að hann mundi leita eftir
tækifærum til fjárfestinga í Bandaríkjunum
eða annars staðar á Norðurlöndunum, til
dæmis í Svíþjóð og Finnlandi .
Xinhua, opinber fréttastofa Kína, vitnaði
27 . nóvember 2011 í Bao Yunjun, formann
rannsóknarstofnunar á einkafjárfestingu,
sem sagði að neitun íslenskra stjórnvalda
væri til marks um kaldastríðshugarfar þess
efnis „að fjárfesting kínverskra einkaaðila
ógnaði þjóðaröryggi“ .
*
Íhádegisfréttum RÚV 26 . nóvember 2011 var rætt við Karl Axelsson hrl . sem taldi
að Ögmundur Jónasson hefði auðveldlega
getað veitt undanþágu á grundvelli mál-
efna legra sjónarmiða — til dæmis vegna
hags bóta fyrir landsfjórðunginn af erlend-
um fjárfestingum . „Það hefði verið mjög
einfalt að rökstyðja þá undanþágu á
grundvelli þeirra sjónarmiða og allt tal um
að ef undanþága hefði verið veitt, hefðu
lögin verið einskis virði, þau auðvitað halda
engu vatni slík rök,“ sagði Karl .
Hann taldi heimildina til undanþágu
„altæka“ og ráðherra ekki bundinn neinum
skil yrðum . Karl, sem RÚV kynnti einnig sem
sér fræðing í eignarrétti, hafnaði þeirri röksemd
Ög mundar að hann hefði búið til fordæmi
með því að veita undanþáguna og sagði:
Auðvitað býr þetta ekki til eitthvað allsherjar
fordæmi í öllum tilvikum . Það er einmitt
þannig út af því að þessi heimild er opin, að
þeim mun meira svigrúm hefur ráðherra í hvert
og eitt sinn að meta hvort það séu málefnaleg
sjónarmið sem búa að baki og hvort að jákvæð
áform séu í þeim skilningi að það sé ástæða til
að gefa undanþágu frá þessari bannreglu sem
er að nálgast það að vera aldargömul .
*