Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 73

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 73
72 Þjóðmál VETUR 2011 Mér finnst þeir svolítið hafa gleymst þegar talað er um að þetta sé eign þjóðarinnar . Auðvitað er þetta fyrst og fremst þeirra eign sem þeir hljóta að eiga rétt á því að selja . Á vefsíðu The China Daily birtist 26 . nóvember 2011 viðtal við Huang Nubo . Hann sagði ákvörðun innanríkisráðherra Íslands „fljótfærnislega og ábyrgðarlausa“ . „Höfnunin endurspeglar óréttlátt og afturhaldssamt fjárfestingarumhverfi sem blasir við kínverskum fjárfestum erlendis,“ sagði Huang í einkasamtali við kínverska blaðið . Hann sagði að í ákvörðuninni fælist bæði tap fyrir Ísland og kínverska fjárfesta . Hann sagði að landeigendur hefðu átt frumkvæði að málinu . Hann hefði fengið fréttir af höfnun innanríkisráðuneytisins klukkan 04 .00 að morgni laugardags 26 . nóvember, fram til þess hefði hann ekki fengið nein tilmæli eða boð frá ráðuneytinu . Hann sagði fyrirtæki sitt ekki tapa neinu á þessu en málið væri dæmigert vegna þess að í því kæmu fram fordómar gagnvart kínverskum fjárfestum erlendis . „Enn ræður tvöfalt siðgæði,“ sagði hann . Á Vesturlöndum hvetji menn til þess að „kínverskir markaðir séu opnaðir en sama tíma loka þeir eigin dyrum gagnvart kínverskum fjárfestingum“ . Þá kvartaði hann undan því að gefið hefði verið til kynna að kínverski herinn stæði að baki kínverskum viðskiptamönnum og þess vegna tengdust þau öryggismálum . Huang varaði aðra fjárfesta frá Kína við hættunum í Evrópu . Þeir ættu að gæta þess áður en þeir héldu út á heimsmarkaðinn að kynna sér til fulls stjórnmálaumhverfið eða hættuna á því að lenda á milli tveggja andstæðra stjórnmálaafla . „Hinn svonefndi pólitíski stöðugleiki gagnvart erlendum fjárfestingum er ekki eins og við teljum hann vera eða eins og þeir lýsa honum,“ sagði hann . Huang sagði að hann mundi leita eftir tækifærum til fjárfestinga í Bandaríkjunum eða annars staðar á Norðurlöndunum, til dæmis í Svíþjóð og Finnlandi . Xinhua, opinber fréttastofa Kína, vitnaði 27 . nóvember 2011 í Bao Yunjun, formann rannsóknarstofnunar á einkafjárfestingu, sem sagði að neitun íslenskra stjórnvalda væri til marks um kaldastríðshugarfar þess efnis „að fjárfesting kínverskra einkaaðila ógnaði þjóðaröryggi“ . * Íhádegisfréttum RÚV 26 . nóvember 2011 var rætt við Karl Axelsson hrl . sem taldi að Ögmundur Jónasson hefði auðveldlega getað veitt undanþágu á grundvelli mál- efna legra sjónarmiða — til dæmis vegna hags bóta fyrir landsfjórðunginn af erlend- um fjárfestingum . „Það hefði verið mjög einfalt að rökstyðja þá undanþágu á grundvelli þeirra sjónarmiða og allt tal um að ef undanþága hefði verið veitt, hefðu lögin verið einskis virði, þau auðvitað halda engu vatni slík rök,“ sagði Karl . Hann taldi heimildina til undanþágu „altæka“ og ráðherra ekki bundinn neinum skil yrðum . Karl, sem RÚV kynnti einnig sem sér fræðing í eignarrétti, hafnaði þeirri röksemd Ög mundar að hann hefði búið til fordæmi með því að veita undanþáguna og sagði: Auðvitað býr þetta ekki til eitthvað allsherjar fordæmi í öllum tilvikum . Það er einmitt þannig út af því að þessi heimild er opin, að þeim mun meira svigrúm hefur ráðherra í hvert og eitt sinn að meta hvort það séu málefnaleg sjónarmið sem búa að baki og hvort að jákvæð áform séu í þeim skilningi að það sé ástæða til að gefa undanþágu frá þessari bannreglu sem er að nálgast það að vera aldargömul . *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.