Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 75

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 75
74 Þjóðmál VETUR 2011 hafi hefði ekki verið talið líklegasta leiðin fyrir kínverskt skáld til að sýna ríkidæmi sitt . Huang Nubo er þó ekki aðeins skáld . Hann er einnig einn þekktasti fasteignafjárfestir lands síns, fjallaáhugamaður og innanbúðarmaður í Kommúnistaflokki Kína . Opinbera skýringin er sú að þessi sérstæðu kaup á hluta af Íslandi sem er jafnstór og fjórðungur stærðar Hong Kong sé leið hans til að sanna sig sem einn fremsta ferðaþjónustufrumkvöðul Kína . Á málinu er einnig önnur skýring: að þetta bruðl með eignakaupum sé ekki síður skylt stórhuga áformum stjórnvalda í Peking um að ná undirtökunum í alþjóðaviðskiptum með því að koma á nýrri siglingaleið milli Asíu og Vesturlanda — en í sömu andrá kunna þau að ógna fullveldi Íslands . Þetta er ef til vill skýringin á því að fréttunum um að Huang, sem í Forbes- tímaritinu er skráður sem 161 . í röð ríkustu manna í Kína, að virði 564 milljónum punda, hefur ekki verið tekið með fyrirvaralausri ánægju í Reykjavík . Þótt kaupin á þeim hluta Grímsstaða á Fjöllum sem er í einkaeign hafi gengið eftir hafa þau ekki hlotið nauðsynlegt opinbert samþykki . „Eign á landi er mikilvæg fyrir sjálfstæði hvers lands,“ sagði Ögmundur Jónasson, innan ríkisráðherra Íslands, við The Independent í gær . „Það hefur ekki farið fram hjá mér að Kínverjar hafa verið mjög virkir við kaup á Atlants hafseignum .“ Meðal efasemdarmanna hafa einnig vaknað spurningar um hvort 200 fermílna [sem eru nálægt 500 ferkílómetrum en í raun er um 300 ferkílómetra að ræða] landareign sé nauðsynleg fyrir umhverfis-ferðamennsku og golfvöll, sama hversu glæsilega sem menn vilja hafa alla aðstöðuna . Þá hefur það ekki heldur farið fram hjá mönnum að landið er nálægt hugsanlegu hafnarstæði fyrir stórskip . „Þetta land er mjög stórt og auðvitað nokkuð rúmgott fyrir hótel,“ sagði Ögmundur Jónasson . Þegar hann var hvort eitthvað annað kynni að hanga á spýtunni með kaupunum svaraði hann: „Ég veit það ekki, ég veit það ekki . Ég hef ekki neina hugmynd um það .“ Það eru ekki allir svona áhyggjufullir . Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði frétta mönnum að það þyrfti augljóslega að „stíga varlega“ til jarðar af Íslands hálfu . Hún bætti hins vegar við að það væri „engin ástæða til að fyllast móðursýki vegna þess að einn kínv erskur kall vildi kaupa eitthvað af landi og festa fé í ferðaþjónustu á Íslandi“ . Spyrja má: Er þetta aðeins áhugi eins manns? Til að leita svara við þessu og skýringa á viðskiptunum munu margir líta á hina miklu viðskiptahagsmuni Kínverja . Í Peking eru menn sífellt að leita að leiðum til að stækka viðskiptanet sitt um heim allan; Ísland er á mikilvægum stað á jörðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku og gæti hugsanlega þjónað sem umskipunarstaður fyrir varning frá Asíu yrði hlýnun jarðar til þess að siglingar hæfust um Norður-Íshaf . Íslendingar og Kínverjar hafa þegar rætt um samvinnu um Norður- Íshafssiglingar af því að Kínverjar vilja flytja vörur úr verksmiðjum sínum þessa leið til Evrópu og Bandaríkjanna, yfir Norðurpólinn þegar heimskautaísinn hverfur . Kínverjar hafa ekki einir áhuga á þessu . Heimskautaþjóðir, þar á meðal Rússar og Norðmenn, hafa kannað kostina við nýjar flutningaleiðir þegar ísinn bráðnar . Norður- leiðin sem liggur með norðurströnd Rúss- lands og er núna lokuð mánuðum saman ár hvert gæti stytt venjulega 20 daga ferð frá austurströnd Kína suður fyrir Indland, um Súez-skurðinn til norðurhluta Evrópu um eina viku að sögn Christophers Palssonar hjá fyrirtækinu IHS Fairplay sem sérhæfir sig í að fylgjast með siglingum og skipaferðum . Hann segir að enn sé erfitt að færa sterk fjárhagsleg rök fyrir því að nota norðurleiðina þar sem hanna þurfi og smíða sérstök skip og ísbrjótar verði að aðstoða þau og ekki sé tryggt að unnt verði að koma skipum til hjálpar í neyð þar sem nauðsynlegan búnað og aðstöðu skorti til þess . „Ég held að enginn geti farið og rætt við banka um lán með slíka viðskiptaáætlun,“ sagði hann . Hver sem sannleikurinn er má telja líklegt að kínverska ríkisstjórnin standi heilshugar að baki viðskiptum frumkvöðuls á borð við Huang . Hinn 55 ára gamli auðmaður lýsir sér gjarnan sem skáldi sem yrki undir dulnefninu Louying og hann er einnig frægur fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.