Þjóðmál - 01.12.2011, Side 76

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 76
 Þjóðmál VETUR 2011 75 ævintýralegar fjallaferðir sínar í Kína . Hitt skiptir þó meira máli að hann er alkunnur kapítalisti með skínandi vitnisburð frá Kommúnistaflokki Kína . Hann er fyrrverandi deildarstjóri í áróðursmálaráðuneyti flokksins og hefur einnig unnið sem stjórnandi í deild mannvirkjaráðuneytisins, það er í einni af þeim stofnunum sem bera ábyrgð á varðveislu sögulegra minja . Fyrirtæki hans, Zhongkun, sem hann stofnaði árið 1995, rekur þjónustu á mörgum af frægustu ferðamannastöðum Kína, þar á meðal Hongchun í Anhui-héraði og Zhongdian í nágrenni Tíbets . Reksturinn gengur frábærlega vel vegna þess að fólk í vaxandi millistétt í Kína streymir á helstu sögustaði lands síns . Auðugir Kínverjar hafa jafnframt áhuga á að ferðast til annarra landa og innan fárra ára verður Kína mesta ferða- mannaland heims . Zhongkun vinnur nú að verkefnum í Nashville í Tennessee og Los Angeles auk þess að láta að sér kveða í Japan . Áhugi Huangs á Íslandi er alkunnur . Síðasta ár sagðist hann ætla að skipuleggja ljóðahátíð í Reykjavík og hann gaf eina milljón dollara í „Kínversk-íslenska menningarsjóðinn“ . Huang segir að öll áform sín um útþenslu erlendis miði að því að koma til móts við frí stundakröfur forystusveitar Kína . Fyrir tækið hefur komið á fót „Hawthorn Vacation Club“, hágæða frístundaþjónustu fyrir gæða-viðskiptavini . Um þessar mundir miðast hagsmunagæsla Kínverja á erlendum vettvangi einkum að því að tryggja hráefni og þeir hafa engan áhuga á að eignast meira af Rússlandi, Mongólíu eða Indlandi en þeim er kappsmál að efla viðskiptasambönd . Þeir hafa greinilega séð tækifæri á Íslandi og hafa stofnað til sam- starfs við ríkisstjórn eyjunnar um að þróa jarð hitatækni . Eftir að fjármálahrunið mikla varð í Reykjavík hefur viðleitni Kínverja til að skapa tengsl magnast til mikilla muna . Íslendingar berjast síðan í hruninu af örvænt- ingu við að tryggja aðgang sinn að alþjóð- legum gjaldmiðlum, í júní á síðasta ári gerði Seðla banki Íslands 66 milljarða króna gjald- miðla skiptasamning við Kína . Einhliða samskipti af þessu tagi geta meira að segja vakið óþægilegar tilfinningar hjá ríkis- stjórn Íslands . „Að sjálfsögðu hef ég mikinn áhuga á að styrkja efnahag Íslands,“ sagði Ög- mundur Jónasson . „ Ég vil hins vegar gæta mikillar varúðar þegar veittar eru undanþágur til að kaupa stór landsvæði eða til að fá aðgang að mikilvægum náttúruauðlindum .“ Að lokum ákveða Ögmundur Jónasson og félagar hans hvort af kaupunum verður . Sama er hvaða ákvörðun þeir taka, hún mun hafa áhrif á miklu meira en það sem snertir vinsælan frístundastað fyrir fyrirfólk frá Peking .“ Í tilefni af þessari grein skrifaði Ben Chu sem er leiðarahöfundur við The Independent á vefsíðu blaðsins: Vesalings Ísland . Uppgangur þess var stór- fenglegur . Fallið sársaukafullt . Og nú sitja ný- lendusinnar greinilega um það . Huang Nubo, kínverskur auðjöfur, vill kaupa 300 ferkílómetra af landi á norðausturhluta eyjunnar fyrir 5,4 milljarða punda [svo] til að opna lúxushótel og umhverfistengda ferða þjónustu . Hið svala orðspor Íslendinga varð að engu þegar bankar þeirra hófu að kaupa helming- inn af breskum verslunarkeðjum . Og nú ríkir móðursýki . Nú er talað um það hvernig þessi kaup munu gera Kínverjum kleift að ná strategískri fótfestu í Norður-Atlantshafi . Vísað hefur verið fyrra starfs Huangs í áróðurmálaráðuneyti Kína því til sönnunar að um einhvers konar samsæri sé að ræða . Ög- mundur Jónasson, innanríkisráðherra Íslands, hefur lýst áhyggjum yfir því að Kínverjar séu að „kaupa upp land um heim allan“ . Hver er eiginlega hættan við þetta allt saman? Mun Kína breyta frístundastað í stór skipahöfn? Yrði með því að ýta á hnapp unnt að breyta hóteli Huangs í vígbúið virki, eins konar Tracy- eyju? [Tracy-fjölskyldan í sjón varpsþáttaröðinni Thunderbirds bjó á eyju í Suður-Kyrrahafi, raunverulega var eyjan felustaður fyrir dulbúna alþjóðlega björg unar sveit .] Með því að eignast land öðlast erlendir ríkisborgarar ekki rétt til að gera það sem þeim sýnist við eignina . Það er fyrst þegar þeir taka til við að þrýsta á breytingar á íslenskri löggjöf sem Íslendingar þurfa að gæta sín . Íslendingar ættu að láta sitja við það eitt núna

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.