Þjóðmál - 01.12.2011, Page 82

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 82
 Þjóðmál VETUR 2011 81 Baugs málinu . Höfund ur vísar þó einnig til annarra mála sem óneit an lega hafa þýðingu þegar það er metið hvort dómstólar og rann sóknaraðilar hafi gengið fram með nauðsynlegum hætti á upp hafs ára tug aldarinnar . Þegar bókin er virt í heild þá felur hún í sér ákveðinn áfellisdóm yfir dóm stólum, en einnig og ekki síður yfir fjölmiðlum og fjöl miðla- umræðunni varðandi Baugs- málið sérstaklega . Höf undur tæpir líka á öðrum atriðum sem vissulega eiga erindi inn í umræðuna þegar reynt verður að meta heild stætt ábyrgð einstakra aðila á því hvernig á því stóð að fjár málamenn og fjármálafyrirtæki gátu haft jafn frjálsar hendur og raun bar vitni fyrir hrun . Í því sambandi bendir höfundur t .d . á ummæli umboðsmanns Alþingis í maí 2007, þar sem umboðsmaður viðhafði orð sem verða ekki skilin með öðrum hætti en svo að hann telji að eftirlitsaðilar, þar á meðal Fjármálaeftirlitið, gangi fullhart fram gagn vart bönkum og öðrum fjár mála- fyrir tækjum . Bankamenn hentu þetta á lofti, eins og sást á viðtali við lögfræðinga Kaupþings í Viðskiptablaðinu sumarið 2007 . Þessi sami maður settist ári síðar í dómara sæti einn þriggja í Rannsóknarnefnd Alþingis þar sem hann gaf út palladóma ásamt meðnefndarmönnum sínum, m .a . um þá sem hann greinilega taldi að gengið hefðu of hart fram árið 2007 . Ég lít á þessa umfjöllun höfundar, þar sem hann varpar, fyrstur bókahöfunda eftir hrun, kastljósinu sérstaklega á hlutverk og ábyrgð dómstóla og fjölmiðla, sem mikilvægt innlegg í hlutlæga umræðu, sem verður að fara fram, og mun fara fram, þegar betri greining fæst á því hvað gerðist í raun, og flett hefur verið ofan af þeim gapuxum sem farið hafa mikinn og vegið að fjölmörgum fyrrverandi ráðamönnum persónulega í fjölmiðlum eftir hrun . Bók Óla Björns Kárasonar er því kærkomið og gott innlegg í vitræna málefnalega umræðu um aðdraganda hrunsins . Það er rétt ályktun hjá höfundi að dómstólar og fjölmiðlar hafa mjög mikil áhrif við mótun þjóðfélaga og hvaða stefnu mál taka . Þau lausatök sem urðu í Bandaríkjunum og Evrópu á lagareglum varð andi fjármálafyrirtæki í heim- inum, og eiga upptök sín í stjórnartíð Bill Clinton Banda ríkjaforseta, eru helsta orsök þess bankahruns sem varð víða í Evrópu og Bandaríkjunum árið 2008 . En aðrir leikendur léku líka stórt hlutverk . Margir halda því fram að hér hafi gerst eitthvað sérstakt sem hafi verið eðlisólíkt því sem gerðist annars staðar . Það er rangt . Helsti munurinn hér var að bankakerfið var hlutfallslega stærra, sem leiddi til annarra úrlausna á Íslandi en annars staðar . Eftir á að hyggja sem betur fer fyrir okkur . Sú umræða sem höfundur byrjar með bók sinni, Síðustu vörninni, er nauðsynleg og sýnir það mikilvægi sem dómstólar hafa við að móta eðlilegar leikreglur á viðskipta- sviðinu sem og öðrum í samræmi við þau lög sem þeim er gert að starfa eftir . Þá sögu má segja með ítarlegri hætti og verður það vafalaust gert í framtíðinni . Höfundur nefnir réttilega Baugsmálið sem stóra málið þar sem dómstólar gerðu mjög strangar kröfur bæði til forms og efnis, og að því er mér virðist strangari en í sumum öðrum tilvikum þar sem dómstólar hafa haft sakamál til meðferðar . Þá gættu dómstólar þess ekki að viðhafa eðlilega

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.