Þjóðmál - 01.12.2011, Page 84

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 84
 Þjóðmál VETUR 2011 83 þeirra og afstaða mótast með sama hætti og okkar hinna . Í öllum átökum verður síðasta vörnin þeim mun veikari því fyrr sem útvirkin falla . Bók sem ristir inn að hjartarótum Ayn Rand: Uppsprettan . Þorsteinn Siglaugsson þýddi . Almenna bókafélagið, Reykjavík 2011, 524 bls . Eftir Ásgeir Jóhannesson Skáldsagan Uppsprettan (e . Fountainhead) fékk litla umfjöllun í fjölmiðlun þegar hún kom út árið 1943 og hinir fáu ritdómar sem birtust voru heldur dræmir . Viðtökurn- ar voru í samræmi við niðurstöður þeirra tólf útgefenda sem höfðu hafnað bókinni áður en höfundurinn, hin rússnesk-ættaða Ayn Rand, fann forlag sem var reiðubúið að gefa hana út . Forlagið hét Bobbs-Merrill Company og ákvörðunin var tekin eftir að nýráðinn starfsmaður forlagsins hótaði að segja upp ef bókin yrði ekki samþykkt til útgáfu . En líkt og gildir um gæfuna, þá má segja að ógæfan sé fallvölt . Í þann mund sem útlitið var hvað dekkst fyrir Uppsprettuna og feril höfundarins, byrjaði að sjást til sólar . Atburðarásin hljómar kunnuglega: Upp­ sprett an hitti ýmsa lesendur beint í hjarta- stað og þeir mæltu með bókinni við vini og kunningja; þannig spurðist hún hægt og rólega út á meðal fólks . Fyrr en varði seldist hún í skipsförmum og komst á lista yfir met sölubækur . Á þeim tæpu sjö áratugum sem liðið hafa frá útgáfu bókarinnar hafa selst tæplega sjö milljón eintök . Uppsprettan færði Ayn Rand frægð og frama — bókin reyndist þau mikilvægu tímamót sem lögðu grunninn að farsælum ferli höfundarins, sem síðar varð einn vin- sælasti kvenrithöfundur allra tíma . En Uppsprettan hefur einnig reynst vera mikil- væg tímamót í lífi lesenda; mörgum þeirra færði hún ekki aðeins ómælda ánægju, heldur stuðlaði gjarnan að varanlegri breyt- ingu á viðhorfum og lífsstíl . Í raun lagði bókin grunninn að nýjum hugsunar hætti og er iðulega nefnd sem ein af helstu „költ“- bókum tuttugustu aldar . Kvikmynda- gerð bókarinnar, byggð á hand riti eftir Rand sjálfa og með Hollywood-leikar ann góðkunna Gary Cooper í aðal hlut verki, birtist á hvíta tjaldinu árið 1949 . Þó að Ayn Rand sé af mörgum þekkt fyrir ögrandi stjórnmálaskoðanir, þá er Uppsprettan ekki pólitísk bók, heldur ristir hún dýpra í vissum skilningi . Segja má að bókin sé tilvistarleg eða lífsspekileg í grunninn . Hún fæst við valkostina sem skyn semis verur standa frammi fyrir og varpar ljósi á ýmis grundvallarmálefni: hverskonar líf sé eftirsóknarvert, hvernig hugarfar stuðli að lífvænlegri breytni, hvaða hlutir gefi lífinu merkingu og ljái því gildi, og svo framvegis . En slíkur heimspekilegur skilningur á bókinni er aðeins ein hlið hennar . Önnur mikilvæg hlið, sem er vafa laust fullnægjandi fyrir marga lesendur, er einfaldlega fléttan, sú saga sem er sögð, ljóslifandi persónur, ástir þeirra og örlög . Í Uppsprettunni lýsir Ayn Rand nokkrum ólíkum manngerðum og hvernig þær takast á og farnast í lífinu . Sú manngerð sem birtist í aðalsöguhetjunni, arkitektinum Howard Roark, kallar hún skapara (e . creator) . Skaparar eru frumkvöðlar í vísindum, tækni, listum, heimspeki, viðskiptum og fleiru . Þeir beita skynsemi sinni á heiminn, eru óháðir og fara sínar eigin leiðir, en skeyta engu um viðhorf og skoðanir annarra . Uppspretta sköpunargáfunnar, að mati

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.