Þjóðmál - 01.12.2011, Page 89

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 89
88 Þjóðmál VETUR 2011 bönkum . Það er þó ekki boðskapur Jóhanns því að í öðru orðinu vill hann ríkisafskipti og þar með afskipti stjórnmálamanna en í hinu lætur hann eins og það sé aðeins af hinu illa hafi stjórnmálamenn skoðanir og taki af skarið um menn og málefni — að minnsta kosti sumir stjórnmálamenn . Fróðlegt hefði verið að lesa útlistun Jóhanns á því sem gerðist eftir að stjórn Banka sýslu ríkisins réð nýjan forstjóra en varð síðan að segja af sér vegna pólitískra afskipta af ákvörðun sinni . Kannski hefði hann talið þau stjórnmálaafskipti í lagi af því að hann vildi einstaklingnum sem í hlut átti illt? Hver sá sem setur sig í þær stellingar vandlætarans sem Jóhann Hauksson gerir í þessari bók þarf sjálfur að hafa trúverðuga stöðu til að gagnrýnin bíti . Jóhann hefur ekki þá stöðu . Jóhann fjallar meðal annars um skatt- mál Baugs manna sem enn er fyrir dómi . Telur hann að þar hafi menn ekki setið við sama borð við smíði ákæru . Það endur- spegli „hlutdrægni, mismunun, frum- stæða stjórnsýslu og misbeitingu valds“ . Í þessu skattamáli hafi verið kölluð fram „verstu einkenni íslenska klíku- og kunn- ingja samfélagsins“ . Segir Jóhann að embættisfærsla valdhafa og æðstráðenda innan skattkerfisins í þessu máli hafi ekki „enn verið rannsökuð sérstaklega og líklegt að hún hverfi í ómælisdjúp gleymskunnar án þess að lítilli þjóð takist að læra nokkuð af glöpunum“ . Hér eru stóru orðin ekki spöruð . Þess ber hins vegar að geta að þessu máli er ekki lokið og nýlega var það flutt fyrir dómstólum . Fréttir af því eru minni en af Baugsmálinu mikla sem var til rannsóknar og dómsmeðferðar árin 2002 til 2008 . Þegar ég skrifaði um það í bók minni Rosabaugi yfir Íslandi lét ég þess sérstaklega getið að ég fjallaði ekki um skattamál Baugsmanna . Jóhann leggur hins vegar lykkju á leið sína til að gera tortryggilegt að ég sneiði „með öllu“ hjá skattamálinu . Þegar menn skrifa bók eins og þessa til að afhjúpa eitthvað sem að þeirra mati á rætur í samsæri af einhverju tagi hættir þeim til að ganga á ystu brún og jafnvel fram af henni til að sanna kenningar sínar . Nú er í tísku hjá ýmsum að skýra strauma í samfélaginu og jafnvel rætur bankahrunsins á þann veg að á sínum tíma hafi ungir menn tekið að koma saman undir merkjum tímaritsins Eimreiðin og hópurinn hafi síðan breyst í valdaklíku í þágu þátttakenda í henni, þjóðfélaginu til lítils gagns . Jóhann nefnir þennan hóp að sjálfsögðu til sögunnar en vandvirkni hans er ekki meiri en svo að hann veit ekki hverjir voru eða eru í hópnum . Einkenni bókar Jóhanns er að hann hoppar á milli annarra höfunda, sumra frægra, og tínir hugmyndir eða tilvitnanir úr verkum þeirra í því skyni að setja atvik og atburði inn í vef sem hann spinnur til að draga upp mynd af íslensku þjóðfélagi og valdakerfi sem fellur meira að hugmyndum hans sjálfs en því sem er raunverulegt . Jóhann er þjálfaður blaðamaður og kann því til verka þegar að því kemur að setja saman texta . Inntakið í boðskap hans er hins vegar of brotakennt, litað og losaralegt til að bókin vegi þungt . Endurtekið efni Þorleifur Hauksson: Úr þagnarhyl. Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur. Mál og menning, Reykjavík 2011, 294 bls . Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Vilborg Dagbjartsdóttir var vinsæll kennari og er gott skáld, sagnameistari snjall og einörð baráttukona . Það var því að vonum, að Kristín Marja Baldursdóttir,

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.