Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 90
Þjóðmál VETUR 2011 89
rithöfundur og blaðamaður, skráði sögu
hennar fyrir bókafélagið Sölku árið 2000,
þegar Vilborg varð sjötug og hætti kennslu .
Hét sú bók Mynd af konu og seldist dável . Nú
hefur Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur
skrifað aðra ævisögu Vilborgar, Úr þagnarhyl,
sem Mál og menning gefur út, og er flest hið
sama sagt í þessari bók og hinni fyrri . Þetta
efni er fróðlegt og skemmtilegt eins og var í
hinni fyrri, en lesendur hljóta að velta því fyrir
sér, hvort bókamarkaðurinn
sé réttur vettvangur fyrir
slíkt endurtekið efni eins og
Ríkisútvarpið var áratugum
saman af tæknilegum ástæðum:
Þeir, sem höfðu misst af
útvarps- eða sjónvarpsþætti,
gátu til skamms tíma ekki notið
þeirra nema í endurflutningi .
Hinir, sem ekki höfðu lesið
bók, gátu útvegað sér hana í
bókabúð eða á bókasafni .
Vilborg segir hér eins og
í fyrri ævisögunni frá því
áfalli, þegar henni var fyrirvaralaust vísað
úr barnaskóla vegna smithættu, en hún og
systkini hennar höfðu fengið berkla, og dóu
þrjár systur hennar af þeirra völdum . Í sögu
Kristínar Mörju árið 2000 sagði:
Um haustið þegar ég átti að fara í skólann
ellefu ára gömul var ég búin að fá nýjan kjól .
Mamma hafði saumað á mig kjól úr ljósu
efni með litlum bláum rósum . Svo rann
fyrsti skóladagurinn upp . Við börnin komum
gangandi utan af Eyri, mörg saman . … Við
komum inneftir, gengum öll inn í skólann, en
þegar kennararnir sáu mig kom fát á þá . Þeir
vildu ekki að ég kæmi inn . Ég fékk ekki að
hengja upp kápuna mína .
Í sögu Þorleifs árið 2011 segir:
Svo rann fyrsti skóladagurinn upp og við
krakkarnir af Vestdalseyrinni vorum öll
samferða í skólann . Ég var í nýjum, fallegum
kjól sem mamma hafði saumað handa mér .
En þegar við komum í skólann kom mikið
fát á kennarana . Kristjana bað mig að bíða
í ganginum og ég fékk ekki að hengja upp
kápuna mína og ekki að fara í röðina með
hinum krökkunum .
Vilborg segir líka frá því, hvernig hún
varðist áreitni bekkjarbræðra sinna, eftir að
hún hafði verið flutt í skóla á Norðfirði . Í
sögu Kristínar Mörju árið
2000 sagði:
Mamma hafði búið til falleg
skólaföt handa mér, prjónaði
mér tvær peysur, aðra græna og
hina ljósbrúna, og saumaði á
mig fellt pils . Það var oft mikill
vandi að pressa þessi felldu
pils og til að auðvelda mér
það var pilsinu krækt saman á
hliðinni með mörgum smellum .
Strákarnir höfðu komist að því
að hægt var að smella frá pilsinu
með einu handtaki, og eitt sinn
þegar ég var tekin upp á töflu eins og venja
var í þá daga, teygði einn sig í pilsið og smellti
frá . Sokkaböndin blöstu við bekknum eitt
andartak, en ég var fljót að vefja að mér pilsinu,
leit svo með hneykslun í svip á kennarann og
sagði: Mikill lifandis dóni er maðurinn! Þessi
orð mín urðu fleyg í bænum .
Í sögu Þorleifs árið 2011 segir um sama
atvik:
Ég var í nýja pilsinu mínu sem mamma
saumaði . Það var mjög fallegt, brúnröndótt,
opið á hliðina og smellt aftur . Smellurnar
voru í fallinu og sáust ekki . Þegar nemandi
var tekinn upp var hann látinn standa meðan
hann svaraði kennaranum . og þegar ég var
tekin upp í fyrsta sinn kippti strákur sem sat
fyrir aftan mig í pilsið svo það sviptist frá .
Maður var með sokkabönd og ýmislegt og
þótti ekkert gaman að láta sjá upp undir sig .
en í stað þess að fara að gráta eða kveina stóð ég