Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 90

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 90
 Þjóðmál VETUR 2011 89 rithöfundur og blaðamaður, skráði sögu hennar fyrir bókafélagið Sölku árið 2000, þegar Vilborg varð sjötug og hætti kennslu . Hét sú bók Mynd af konu og seldist dável . Nú hefur Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur skrifað aðra ævisögu Vilborgar, Úr þagnarhyl, sem Mál og menning gefur út, og er flest hið sama sagt í þessari bók og hinni fyrri . Þetta efni er fróðlegt og skemmtilegt eins og var í hinni fyrri, en lesendur hljóta að velta því fyrir sér, hvort bókamarkaðurinn sé réttur vettvangur fyrir slíkt endurtekið efni eins og Ríkisútvarpið var áratugum saman af tæknilegum ástæðum: Þeir, sem höfðu misst af útvarps- eða sjónvarpsþætti, gátu til skamms tíma ekki notið þeirra nema í endurflutningi . Hinir, sem ekki höfðu lesið bók, gátu útvegað sér hana í bókabúð eða á bókasafni . Vilborg segir hér eins og í fyrri ævisögunni frá því áfalli, þegar henni var fyrirvaralaust vísað úr barnaskóla vegna smithættu, en hún og systkini hennar höfðu fengið berkla, og dóu þrjár systur hennar af þeirra völdum . Í sögu Kristínar Mörju árið 2000 sagði: Um haustið þegar ég átti að fara í skólann ellefu ára gömul var ég búin að fá nýjan kjól . Mamma hafði saumað á mig kjól úr ljósu efni með litlum bláum rósum . Svo rann fyrsti skóladagurinn upp . Við börnin komum gangandi utan af Eyri, mörg saman . … Við komum inneftir, gengum öll inn í skólann, en þegar kennararnir sáu mig kom fát á þá . Þeir vildu ekki að ég kæmi inn . Ég fékk ekki að hengja upp kápuna mína . Í sögu Þorleifs árið 2011 segir: Svo rann fyrsti skóladagurinn upp og við krakkarnir af Vestdalseyrinni vorum öll samferða í skólann . Ég var í nýjum, fallegum kjól sem mamma hafði saumað handa mér . En þegar við komum í skólann kom mikið fát á kennarana . Kristjana bað mig að bíða í ganginum og ég fékk ekki að hengja upp kápuna mína og ekki að fara í röðina með hinum krökkunum . Vilborg segir líka frá því, hvernig hún varðist áreitni bekkjarbræðra sinna, eftir að hún hafði verið flutt í skóla á Norðfirði . Í sögu Kristínar Mörju árið 2000 sagði: Mamma hafði búið til falleg skólaföt handa mér, prjónaði mér tvær peysur, aðra græna og hina ljósbrúna, og saumaði á mig fellt pils . Það var oft mikill vandi að pressa þessi felldu pils og til að auðvelda mér það var pilsinu krækt saman á hliðinni með mörgum smellum . Strákarnir höfðu komist að því að hægt var að smella frá pilsinu með einu handtaki, og eitt sinn þegar ég var tekin upp á töflu eins og venja var í þá daga, teygði einn sig í pilsið og smellti frá . Sokkaböndin blöstu við bekknum eitt andartak, en ég var fljót að vefja að mér pilsinu, leit svo með hneykslun í svip á kennarann og sagði: Mikill lifandis dóni er maðurinn! Þessi orð mín urðu fleyg í bænum . Í sögu Þorleifs árið 2011 segir um sama atvik: Ég var í nýja pilsinu mínu sem mamma saumaði . Það var mjög fallegt, brúnröndótt, opið á hliðina og smellt aftur . Smellurnar voru í fallinu og sáust ekki . Þegar nemandi var tekinn upp var hann látinn standa meðan hann svaraði kennaranum . og þegar ég var tekin upp í fyrsta sinn kippti strákur sem sat fyrir aftan mig í pilsið svo það sviptist frá . Maður var með sokkabönd og ýmislegt og þótti ekkert gaman að láta sjá upp undir sig . en í stað þess að fara að gráta eða kveina stóð ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.