Þjóðmál - 01.12.2011, Page 92
Þjóðmál VETUR 2011 91
ún ista átti ekki að koma á óvart . Við því
hafði verið varað í fjölda bóka og blaða .
En íslensku sósíalistarnir lokuðu huga
sínum fyrir því . Hversu tilfinninganæmir
sem þeir kváðust vera, fundu þeir ekki til
með fórnarlömbum kommúnista í Mið- og
Austur-Evrópu, Kína og Kúbu .
Þetta breytir því þó ekki, að báðar
bækurnar, sem út hafa komið um ævi Vil-
borgar Dagbjartsdóttur, eru hinar prýði-
legustu . Vilborgu er margt gott gefið, og
sjálf hefur hún gefið margt gott, nemendum
sínum, lesendum, vinum og kunningjum .
Saga heillar byggðar
Þorleifur Hauksson: Úr þagnarhyl. Ævisaga
Vil borgar Dagbjartsdóttur. Mál og menning,
Reykja vík 2011, 294 bls .
Eftir Jónas Ragnarsson
Skagfirðingar virðast leggja meiri rækt við sögu sína en íbúar annarra byggðar laga
á landinu . Sögufélag var stofnað þar fyrir
meira en áttatíu árum . Það hefur síðan gefið
út um eitt hundrað rit úr sögu héraðsins .
Félagið gaf út fyrsta búendatalið, hefur
gefið út nær tvo tugi binda af vönduðum
æviskrám, árbók sem hefur komið út síðan
1966 og mörg önnur rit .
Fyrir rúmum ára tug
var hafin útgáfa Byggða-
sögu Skaga fjarð ar . Sjötta
bindið af níu var að
koma út . Bókin er 384
blaðsíður í stóru broti,
litprentuð á vandaðan
pappír og allur frágangur
til mikillar fyrirmyndar .
Í þessu bindi er lýst
hverri jörð í Hólahreppi,
landkostum og sögu og
samfellt ábúendatal er frá 1781 til 2011 .
Lengsti kaflinn er að sjálfsögðu um
Hóla í Hjaltadal, einkum er fjallað um
bújörðina Hóla, landið og búskapinn
þar, bændaskólann og ferðaleiðir . Auk
meginmálsins er mikill fróðleikur í mynda-
textum og innskotsgreinum .
Myndirnar í verkinu eru mjög lýsandi og
margar þeirra teknar sérstaklega fyrir þessa
útgáfu . Athygli vekur að flogið hefur verið
yfir byggðina, meðal annars til að leita að
minjum um gömul býli og koma fornar
tóftir vel fram á sumum loftmyndanna .
Hafa tóftirnar stundum verið rannsakaðar
sérstaklega eftir slíka myndatöku, í
samvinnu við fornleifafræðinga . Sérteiknuð
kort eru í bókinni .
Hjalti Pálsson, sagnfræðingur frá Hofi í
Hjaltadal, er ritstjóri byggðasögunnar og
aðalhöfundur . Er með ólíkindum hvað hann
hefur náð að safna saman miklum upplýs-
ingum sögu byggðarinnar . Framsetningin
er mjög vönduð og á skýru máli . Með
margra áratuga heimildavinnu hefur ýmsu
verið bjargað frá glötun og ekki er líklegt að
sambærilegt verk verði unnið annars staðar
á landinu .
Byggðasaga Skagafjarðar er stórvirki
og Skagfirðingum til mikils sóma . Hjalti
hefur fetað í fótspor ekki ómerkari fræði-
manna en annálaritar anna Björns á
Skarðsá og Jóns Espólín,
fræðimannanna Gísla
Konráðssonar og Jóns á
Reynistað, að ógleymdum
Krist mundi á Sjávarborg .
Héraðið hefur eignast rit-
verk sem skipta máli fyrir
sögu þess og samtíð . Skag-
firðingar geta verið stoltir
af byggðasögu sinni og
þeir sem hafa stutt þessa
söguritun eiga miklar
þakkir skildar .