Þjóðmál - 01.12.2011, Page 97
96 Þjóðmál VETUR 2011
hefur orðið metsölubók víða um heim .
Dauðinn í Dumbshafi er mikið eljuverk
Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, fyrrverandi
alþingismanns, sem hann hefur unnið að
í frístundum árum saman . Þar er sögð
heillandi en ógnvænleg saga sjóhernaðar í
norðurhöfum á árum heimsstyrjaldarinnar
síðari í tengslum við íshafsskipalestirnar í
Hvalfirði .
Það er alltaf hætta á því í auglýsingaskrum inu fyr ir
jól in að góðar bækur verði und -
ir fargi jóla bókaflóðsins . Tvær
for vitni legar bækur frá minni
for lög unum hefur rekið á fjör-
ur Þjóðmála . Báðar eiga það
skilið að ná til sem flestra, en
það gætu hæglega orðið örlög
þeirra að leggjast undir fargið .
Þetta eru bæk urnar Stalínsbörn
eftir Owen Matthews, sem
Urður bókafélag gefur út, og
Dauð inn í Dumbs hafi eftir Magnús Þór
Haf steins son, sem Hólar gefa út . Stalíns
börn segir áhrifamikla fjölskyldusögu
í Rússlandi Stalíns, en höfundurinn er
hálf rúss neskur breskur blaðamaður sem
starfar fyrir bandaríska tímaritið Newsweek .
Hann kynntist sög unni um ástir og örlög
ættmenna sinna þegar hann gerðist blaða-
maður í Moskvu og skrifaði þessa bók sem
Tvær forvitnilegar í jólabókaflóðinu
Ein af bókum ársins . . .
R osabaugur yfir Íslandi eftir Björn Bjarnason var met-sölubók sumarsins . Þar er rakin saga Baugstímans í
sögu Íslendinga, árin 2002 til 2008, þegar stórfyrirtækið
Baugur reyndi að ná heljartökum á íslensku samfélagi í
krafti auðs síns og fjölmiðlaeignar . Linnulaus áróður í
fjöl miðlum Baugsveldisins hafði mikil áhrif á almennings-
álitið í landinu, andstæðingar Baugs voru miskunnarlaust
rægðir og á endanum náði þetta díabólíska afl tangarhaldi
á öllum stjórnmálaflokkunum í krafti fégjafa sinna . Það er
með ólíkindum að rifja upp þessa sögu í hlutlausri frásögn
Björns, sem lætur heimildirnar tala sínu máli og leyfir les-
and anum að draga sínar eigin ályktanir .