Þjóðmál - 01.03.2013, Side 6

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 6
 Þjóðmál voR 2013 5 flokksþingi 2 . febrúar 2013 með 62,2% atkvæða en Guðbjartur Hannesson hlaut 37,8%), þögn sem var orðin æpandi og sagði að helsta baráttumál Jóhönnu Sigurðardóttur, stjórnarskrármálið, mundi ekki ná fram að ganga á þessu þingi . Best væri að samþykkja þingsályktunartillögu um framtíðarumræður um málið á þingi eftir kosningar! Árni Páll Árnason sagði fyrir kosningar 2009 að greidd yrðu atkvæði um aðild Íslands að Evrópusambandinu árið 2011 . Samfylkingarfólk sagði öruggt að í síðasta lagi yrði þessi aðildar-atkvæðagreiðsla fyrir áramót 2012 . Allt hefur þetta reynst blekk- ing . Hún dugði þó gagnvart forystum önn - um VG vorið 2009 því að þeir sneru við ESB-blaðinu eftir þingkosningarnar 25 . apríl 2009 og gengu til ríkisstjórnarsam- starfs ins með ESB-umsókn og aðildar við- ræð ur í vasanum í þeirri trú að málið yrði að baki fyrir kosningar í apríl 2013 . Sigur þjóðarinnar í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum mánudaginn 28 . jan- úar 2013, þvert á spádóma Steingríms J . Sigfússonar, formanns VG, varð ásamt ESB-málinu til þess að Steingrímur J . ákvað að segja af sér formennsku í VG og var Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, ein í framboði til formanns 23 . febrúar 2013 . Björn Valur Gíslason, frá- farandi alþingismaður, hlaut kjör sem vara formaður og snerist á landsfundinum gegn formanninum í atkvæðagreiðslu um ESB-aðildarviðræðurnar . Katrín vildi hlé á viðræðunum og að þær færu ekki af stað að nýju án þjóðaratkvæðagreiðslu . Björn Valur vildi halda viðræðunum áfram, til dæmis í eitt ár, og samþykkti landsfundurinn það með 83 atkv . (53%) gegn 72 atkv . (46%) . Eftir fundinn hófust deilur um hvort landsbyggðarfólk hefði verið farið af fundinum eða ekki í atkvæðagreiðslunni . Návist þess hefði leitt til annarrar niður- stöðu . II . Í upphafi stefnuyfirlýsingar ríkisstjórn ar Jóhönnu segir: Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri- hreyfi ngarinnar — græns framboðs er mynd- uð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar — nýjan stöðug leika- sáttmála . Þarna er lykilorðið „stöðugleikasáttmáli“ . Hann skyldi gerður með samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) . Haldið var af stað með lúðrablæstri og söng . Í sjálfu sér þótti ekki í frásögur færandi að ASÍ-forystan fagnaði fyrstu „tæru vinstri stjórninni“ á Íslandi sem ætlaði að starfa í anda norrænna velferðarstjórna og vinna auk þess að aðild að ESB sem hafði lengi verið eitt helsta baráttumál ASÍ-forystunnar . Það vakti meiri undrun hve forystumenn SA sýndu ríkisstjórninni mikið langlundar- geð og hve óljúft þeim virtist að vara við áformum ríkisstjórnarinnar sem frá fyrsta Á rni Páll Árnason sagði fyrir kosningar 2009 að greidd yrðu atkvæði um aðild Íslands að Evrópusambandinu árið 2011 . Samfylkingarfólk sagði öruggt að í síðasta lagi yrði þessi aðildar- atkvæðagreiðsla fyrir áramót 2012 . Allt hefur þetta reynst blekking . Hún dugði þó gagnvart forystumönnum VG . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.