Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 7

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 7
6 Þjóðmál voR 2013 degi fólust í markvissri viðleitni til að innleiða skattastefnu þar sem vegið var að fyrirtækjum og stjórnendum þeirra . Í inngangi stefnuyfirlýsingarinnar sagði: Í nýafstöðnum kosningum veitti meiri- hluti kjósenda jafnaðarmönnum og félags- hyggjufólki skýrt umboð til að halda áfram og leiða til öndvegis ný gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis . Ný ríkisstjórn starfar með þessi gildi að leiðarljósi í því skyni að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi, þar sem almannahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni . Menn þurfa ekki að vera hámenntaðir í stjórnmálafræði til að átta sig á að þessi texti snýst um að koma hér á sósíalísku samfélagi þar sem slegið er á framtak og frum kvæði í nafni „félagslegs réttlætis“ . Al- manna hagsmunum er stefnt gegn sér hags- munum, en stjórnarherrarnir líta til dæmis á útgerðarmenn sem helstu fulltrúa sérhags- muna í landinu . Aðför skyldi gerð að þeim í nafni almannahagsmuna og hefur hún staðið allt kjörtímabilið . Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2011 lagði stjórn SA lykkju á leið sína og samþykkti með 10 atkvæðum gegn 6 en tveir stjórnarmanna sátu hjá: „Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið . Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta . Samningurinn yrði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu .“ Með þessu vildi stjórnin koma sér í mjúkinn hjá ríkis- stjórninni en storka þeim sem sóttu lands- fund sjálfstæðismanna . Tillaga um að halda ESB-viðræðunum áfram hlaut ekki sam- þykki landsfundarfólks sem vildi að gert yrði hlé á viðræðunum . Stjórn SA samþykkti einnig í nóvember 2011 ályktun þar sem mótmælt var nýjum og síhækkandi sköttum sem einungis voru taldir til þess fallnir að draga úr þrótti atvinnulífsins, fresta fjárfestingum og koma í veg fyrir framkvæmdir . Aðilar vinnumarkaðarins unnu með ríkisstjórninni undir merkjum stöðug- leikasáttmálans þar til upp úr sauð . Fimmtudaginn 13 . desember 2012 birti ASÍ heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem bent var á atriði sem ASÍ taldi ríkisstjórnina hafa lofað í tengslum við gerð kjarasamning vorið 2011, en ekki efnt . ASÍ taldi með öðrum orðum að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við stöðugleikasáttmálann . Upphlaup varð á stjórnarheimilinu vegna auglýsingar ASÍ og oddvitar ríkis stjórn ar- innar létu stór orð falla í garð sambandsins og þó einkum um Gylfa Arnbjörnsson for seta þess . Hittust þeir í umræðuþáttum í ríkis- út varpinu Gylfi og Steingrímur J . Sig fús son at vinnuvegaráðherra . Var ráð herr ann hinn versti og sakaði forseta ASÍ um að móðga sig . Stjórnmálasambandi ríkis stjórnar inn- ar og ASÍ var slitið í beinni útsend ingu og lauk þar með þjóðarsamstöðu um stöð ug- leika vegna svika ríkisstjórnarinnar, að mati ASÍ og móðgunargirni Steingríms J . III . Ístefnuyfirlýsingunni frá 10 . maí 2009 segir að forsætisráðherra muni „láta vinna yfirlit um stöðu og þróun á lykilstærðum í samfélags- og efnahagsmálum til að skilgreina nánar þann vanda sem við er að glíma og framtíðarvalkosti, s .s . í ríkisfjármálum, gjaldmiðilsmálum, atvinnulífi, húsnæðis- málum, jafnréttismálum, byggðamálum, löggæslumálum auk annarra mikilvægra samfélagsmála“ . Til verksins verði m .a . kvaddar fagstofnanir og sérfræðingar úr háskóla- og rannsóknasamfélaginu . Slíkt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.