Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 17
16 Þjóðmál voR 2013
sem olli þenslunni . Ef menn safna skuldum
umfram greiðslugetu, þá stoðar lítt að
skrá skuldirnar í evrum frekar en krónum .
Þetta sjáum við betur nú en í upphafi
kreppunnar, því að mörg evrulönd hafa lent
í stökustu vandræðum, Írland, Grikkland,
Spánn, Portúgal og Ítalía . Þegar litið er
til langs tíma, eru vandræði þeirra jafnvel
meiri en Íslendinga vegna kostnaðarsamra
björgunaraðgerða í fjármálakreppunni .
Þessar þjóðir sitja uppi með miklar skuldir,
sem þær léttu af herðum bankanna, svo
að þeir sliguðust ekki . Vissulega er krónan
ekki traustur gjaldmiðill (þótt verðtryggða
krónan sé það raunar, enda eru allar
langtímaskuldbindingar á Íslandi gerðar
í verðtryggðri krónu), en hún auðveldaði
aðlögun að nýjum aðstæðum 2008–2009 .
Unnt var að efla útflutningsatvinnuvegina
og lækka laun, eins og nauðsynlegt var, án
teljandi vandræða .
Fimmta skýringin á bankahruninu er,
að Seðlabankanum hafi verið illa stjórnað .
Hann hafi ausið fé í viðskiptabankana
með svonefndum „ástarbréfum“ og orðið
gjaldþrota (Gauti B . Eggertsson, 2009) .
Þessi skýring er einnig bersýnilega röng .
Gjaldþrot verður, þegar einhverjum aðila
er um megn að greiða af skuldum sínum .
Það gerðist ekki í dæmi Seðlabankans . Og
fyrir hrun bankanna gerði Seðlabankinn
strangari kröfur um veðhæfi eigna í
lánum til viðskiptabankanna en tíðkaðist
erlendis . En kröfur bankans á hendur við-
skiptabönkunum hröpuðu auðvitað í verði
við hrun þeirra, jafnframt því sem þessum
kröfum var skipað aftar en áður með
neyðarlögunum, sem samþykkt voru í upp-
hafi hrunsins (Davíð Oddsson, 2010) . Aðal-
atriðið er þó, að Seðlabankinn átti lög um
samkvæmt að vera þrautavaralánveit andi
til að bæta úr tímabundnum lausafjárskorti
viðskiptabankanna . En vandi bankanna
reyndist ekki vera lausafjárskortur, heldur
eiginfjárvandi: Endurnar urðu ekki því fleiri
sem þær trítluðu oftar í kringum húsið .
Rannsóknarnefnd Alþingis á banka-
hruninu (2010) fann tvennt að gerðum
Seðla bankans í hruninu . Hið fyrra var, að
Seðla bankinn hefði átt að kanna betur eigið
fé Lands bankans vegna Icesave-reikning-
anna, sem opnaðir voru erlendis . Hið síðara
var, að bankinn hefði átt að skrásetja betur
feril inn við kaup ríkisins á mestum hluta
Glitnis í upphafi bankahrunsins . En hið
fyrra var á verksviði Fjármálaeftirlitsins og
utan valdsviðs Seðlabankans . Hið síðara var
fullkomið aukaatriði, sem verður nánast
hlægilegt, þegar lesnar eru endurminningar
bandarískra og evrópskra ráðamanna (t .d .
Poulson, 2010) . Þeir lýsa því, þegar þeir
þurftu að taka margar mikilvægar ákvarð-
anir um stuðning við eða kaup á fjármála-
stofnun um á örskotsstund, nokkrum dög-
um eða jafnvel klukkustundum . Því er við
að bæta, að þeir, sem urðu fyrir ákúrum eða
að finnslum í skýrslu rannsóknarnefndar
Al þingis, geta ekki leitað réttar síns fyrir
dóm stólum, telji þeir á sér brotið . Nefndar-
menn eru beinlínis varðir fyrir lögsóknum .
Líkur hafa verið leiddar að því, að einn
Vandinn fólst ekki í gjaldmiðlinum, heldur
skuldasöfnuninni, sem olli
þenslunni . Ef menn safna skuldum
umfram greiðslugetu, þá stoðar lítt
að skrá skuldirnar í evrum frekar
en krónum . Þetta sjáum við betur
nú en í upphafi kreppunnar, því að
mörg evrulönd hafa lent í stökustu
vandræðum, Írland, Grikkland,
Spánn, Portúgal og Ítalía .