Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 27

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 27
26 Þjóðmál voR 2013 vinnumarkaðnum, eins og í Evrópu, þar sem atvinnuleysi á meðal ungs fólks er ískyggilegt . Og það borgar sig fyrir Bandaríkjamenn að vinna, af því að þeir greiða ekki eins mikið af viðbótartekjum sínum fyrir viðbótarvinnu í skatta og Evrópubúar . Rannsóknir Edwards Prescotts, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, sýna (2007), að vinnufýsi manna ræðst til langs tíma að miklu leyti af því, hversu miklu þeir mega halda eftir af sjálfsaflafé sínu . Þegar rætt er um Ísland í alþjóðlegum samanburði, hlýtur síðan að vera áhyggju- efni, að Ísland hefur síðustu árin fjarlægst önnur Norðurlönd í atvinnumálum . Árið 2010 mældist íslenska hagkerfið miklu aftar í röðinni en áður . Það var hið 65 . frjálsasta af 144 hagkerfum heims . Þá var Ísland í næst- frjálsasta fjórðungi ríkja í atvinnumálum, en önnur Norðurlönd öll í frjálsasta fjórð- ungnum, Finnland til dæmis í 9 . sæti . Árið 2010 var Ísland í hópi þeirra ríkja, þar sem atvinnufrelsi hafði minnkað einna mest árin á undan, við hlið Argentínu og Venesúela . Það skipaði þá sama sæti og Sádi-Arabía (Gwartney, 2012) . Með fullri virðingu fyrir þessum löndum, Argentínu, Venesúela og Sádi-Arabíu, eru þau ekki lönd, sem Íslendingar miða sig venjulega við . Stundum er talað um, að við eigum að fara „þriðju leiðina“ á milli hreins kapítalisma og hreins sósíalisma . En sýndi reynsla Svía af árunum 1960–1990 ekki, að þetta er kredda, sem veldur kreppu? Liggur þriðja leiðin ekki beint inn í Þriðja heiminn? Er ekki skynsamlegra að horfa til grannríkjanna, Noregs, Bretlands og Kanada? Eru hinir tekjulægstu í landinu einhverju bættari, ef efnamenn flýja land, eins og margir þeirra hafa gert hér síðustu árin, eða hætta verðmætasköpun, eins og skáldsaga Ayns Rands, Undirstaðan (2012), lýsir vel? Lokaorð ÁÍslandi hafa árin frá hruni farið til spillis . Óspart var alið á úlfúð og hatri, eins og gleggst sást í Landsdómsmálinu gegn Geir H . Haarde, þótt þar færu stjórn völd hina mestu sneypuför . Bankarnir voru ekki endurreistir með þarfir innlendra við skiptavina í huga, heldur afhentir erlendum vogunarsjóðum . Í Icesave-málinu átti að loka Íslendinga inni í skuldafangelsi, þótt sú tilraun mistækist . Tíma og kröftum var sóað í fánýtar tilraunir til að endurskrifa stjórnarskrána og þröngva Íslandi inn í Evrópu sambandið . Ekki er heldur bjart fram undan í öðrum löndum . Íbúar Evrópu og Bandaríkjanna hafa áratugum saman eytt um efni fram . Ríkin þar skulda allt of mikið . Stundum er sagt, að Vesturlanda- menn hafi eftir hrun sósíalistaríkjanna og sigur heimskapítalismans snúið aftur til þess heims, sem stóð fyrir 1914 og Stefán Zweig lýsti snilldarlega (1958) í bókinni Veröld sem var . Þá gátu menn ferðast um öll lönd Evrópu án vegabréfa að undanteknum Rússlandi keisarans og Tyrkjaveldi soldánsins . Þá gátu menn skipt gjaldmiðlum sínum í glóandi gull, hvar sem var í Evrópu . Ríkið var þá fyrir fólki lítið annað en vingjarnlegur lögregluþjónn á götuhorni . En slíkur samanburður er ekki alveg réttur . Tvenns konar munur er á ástandinu í heiminum eftir 1989 og fyrir 1914 . Í fyrsta lagi felur „velferðarríkið“ í sér víðtækar skuldbindingar við fólk, sem Kapítalisminn lifir af þærfimm bækur, sem hér hefur verið vikið að, og frjálshyggjan er sem fyrr heppilegasta leiðarstjarna þeirra, sem vilja leyfa einstaklingunum að vaxa og þroskast eftir eigin eðli og lögmáli .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.