Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 40

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 40
 Þjóðmál voR 2013 39 komandi kynslóðir, en súrara fyrir okkur ef við nýtum ekki þá orku sem til staðar er núna . Hvernig má vera að gagnrýnin hugsun, sem margboðuð er í námskránni, hafi ekki leitt til þess að menn kæmu auga á þetta? Það er innbyggð þver sögn í rök- færslunni en líka öfgar sem eiga ekkert skylt við sjálfbærni . Þeir sem fylgst hafa með hrossakaupum vinstri flokkanna í tengsl- um við rammaáætlun um náttúrua uðlindir átta sig á muninum milli þessara tveggja áætlana . Rammaáætlunin er skammtíma- redding, sem aðeins er ætlað að viðhalda lífi ríkis stjórnar innar . Langtímaplanið leynist hins vegar í aðalnámskránni . Þögnin, sem ríkir um námskrána, sýnir hve vel hefur tekist að plægja jarðveginn fram að þessu . Pólitísk rétthugsun, sem gegnsýrir uppeldi á opinberum stofnunum, slekkur á viðvörunarbjöllum sem annars ættu að klingja, þegar samfélagslegri vitund og virkri þátttöku ungmenna til að „umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu“ (bls . 17) er heitið í námskrá hins opinbera . Það má auðveldlega ímynda sér hvernig samræður fara fram þegar hvert orð, hver setning hefur sína merkingu, allt eftir því hver talar og í hvaða umhverfi . Það að opinber menntastefna skuli svo blygðunarlaust ætla að grafa undan málvitund barna með valdboði og það án umræðu í samfélaginu hlýtur að vera einsdæmi . Ekki það að úr háum söðli sé að detta eins og uppskera málstefnunnar í íslenskum skólum birtist okkur . Þetta hefur þó ekki farið fram hjá dósent í íslensku í Háskóla Íslands, Baldri Sigurðssyni, sem ekki er að skafa utan af því og lét nýlega hafa eftir sér „[M]álkenndin er í tómu tjóni“ og er hann ekki sáttur við kennslugögn grunnskólans í málfræði og íslensku . Annar sérfræðingur í uppeldismálum, Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði í Noregi, vill nýja taktík í grunnkennslu barna . Viðtal við hann birtist nýlega í Morgunblaðinu þar sem hann leggur til nýja nálgun við kennslu barna á fyrstu stigum skólagöngunnar . Áherslan skuli vera á lestur og stærðfræði; fögin sem leggja grunn að öllu öðru námi . Hann leggur til að skóladagurinn hefjist með góðri hreyfingu og síðan, meðan börnin eru enn fersk og móttækileg, tekur við kennsla í grunnfögunum tveimur með hæfilegum hléum á milli . Tíminn eftir hádegi nýtist síðan til annarrar kennslu . Hermundur kallar eftir áræðnum stjórn völdum sem séu tilbúin að „láta hvert barn fá áskorun við hæfi“ . Efast má um að núverandi stjórnvöld séu tilbúin að endurskoða hug sinn í þeim málum þar sem „skóli án aðgreiningar“ er svo gott sem meitlaður inn í sál þeirra . Góð reynsla Svía af nýjungum í kennsluháttum var kynnt hér á ráðstefnu Samtaka skattgreiðenda síðastliðið haust án þess að menntamálaráðuneytið sýndi því áhuga . Ráðuneytið kýs frekar að bæta brottfallið úr skólunum með „samfélagslegri vitund“ og „sérkennslu“ sem í dag kæmist í Heimsmetabók Guinness ef eftir væri leitað . Þ ögnin, sem ríkir umnámskrána, sýnir hve vel hefur tekist að plægja jarðveginn fram að þessu . Pólitísk rétthugsun, sem gegnsýrir uppeldi á opinberum stofnunum, slekkur á viðvörunarbjöllum sem annars ættu að klingja, þegar samfélagslegri vitund og virkri þátttöku ungmenna til að „umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu“ er heitið í námskrá hins opinbera .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.