Þjóðmál - 01.03.2013, Side 44

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 44
 Þjóðmál voR 2013 43 hags- og peningamála hefur verið í ólagi . Á þeim sviðum er gríðarlegt svigrúm til að gera betur . Krónan hefur tapað kaupmætti vegna peningaprentunar bankanna, sem hefur verið langt umfram vöxt og þarfir hagkerfisins . Með upptöku heildarforðakerfis myndi krónan halda verðgildi sínu jafn vel, eða betur en flestir aðrir gjaldmiðlar . Verðbólga yrði þá lítil og verðtrygging óþörf . f . Lífeyriseignir munu rýrna án verð- tryggingar Tæplega helmingur eigna lífeyrissjóð -anna er verðtryggð skuldabréf . Ef eftirspurn er eftir verðtryggðum skulda - bréfum get ur ríkissjóður mætt henni með út gáfu slíkra bréfa . Það myndi auka hvata ríkis ins til að draga úr verðbólgu (sjá 4) . g . Sá sem lánar kíló af sykri vill fá kíló af sykri til baka Þeir sem lána peninga vilja skiljanlega fá endurgreidda peninga sem hafa sama kaupmátt . Þýðir það að lánveitendur eigi meiri rétt til verðtryggingar en aðrir í sam félaginu? Ekki nýtur launafólk verð- tryggðra launa og er því ekki í aðstöðu til að standa í skilum með verðtryggð lán, nema hagvöxtur sé góður . Staðreyndin er sú að sparifjáreigendur geta ekki búist við jákvæðri ávöxtun af eignum sínum nema hag kerfið standi undir þeim . Á heildina litið lækka eignir í verði í kreppu og hví ættu peningakröfur einar að halda fullum kaupmætti við þær aðstæður? * Vonandi getur lesandinn fallist á að þó svo að gild rök séu bæði með og á móti verðtryggingu á neytendalánum þá vegi mótrökin þyngra . Viðhorfskannanir sýna að kjósendur vilja afnema verðtryggingu og flestir stjórnmálaflokkar vilja afnema eða draga úr vægi verðtryggingar í íbúða- og neyt endalánum . Afnám verðtryggingar Hvernig gæti afnám verðtryggingar farið fram? Fyrsta verkið væri að mín- um dómi að banna verðtryggingu á nýjum lánum . Það er í sjálfu sér einföld aðgerð og ekki eftir neinu að bíða með það . Meira mál er að afnema verðtryggingu á núverandi húsnæðisskuldum heimilanna . Ef öll ný lán væru óverðtryggð og ekkert annað gert, þá myndu umskiptin líklega gerast af sjálfu sér á einum eða tveim áratugum . Sé vilji til þess, má þó hraða afnáminu mikið . Lágmarka ætti kostnað við að skipta verð- tryggðum íbúðalánum yfir í óverð tryggð . Ríkið þyrfti að afnema stimpilgjald við skuldbreytingu . Til að hvetja lántakendur og lánastofnanir til skuldbreytingar mætti líka nota skatta lega hvata . Lyklalög myndu styrkja samn ingsstöðu lántakenda í ferlinu . Afnám verðtryggingar í samfélaginu gæti þá gengið í gegn á einu eða tveimur árum . Vandi Íbúðalánasjóðs Ekki verður hjá því komist að ræða vanda Íbúðalánasjóðs hvort sem verð trygg ing verður afnumin eða ekki . Vandi sjóðsins Vonandi getur lesandinn fallist á að þó svo að gild rök séu bæði með og á móti verðtryggingu á neytendalánum þá vegi mótrökin þyngra .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.