Þjóðmál - 01.03.2013, Side 47
46 Þjóðmál voR 2013
annað . Hvernig ætli fjölmiðlamenn og
stjórn málamenn sinni eftirliti sínu með
þeim sem enginn kaus? Skoða þeir verk
þeirra með gagnrýnum huga eða taka þeir
ein faldlega niðurstöður fagmannanna góð-
ar og gildar?
Mér hefur orðið minnisstætt út varps -viðtal sem ég heyrði fyrir allnokkru
við mann sem hefur bæði starfað sem fjöl-
miðla maður og stjórnmálamaður .1 Róbert
Marshall, fyrrverandi formaður Blaða -
mannafélags Íslands og fréttamaður á Stöð
2, þá alþingismaður Samfylkingar inn ar og
nú frambjóðandi Bjartrar framtíðar, var
sum arið 2009 í viðtali við Ríkis út varp ið
sem „lesandi vikunnar“ . Slíkur maður ætti
að vera þokkaleg heimild um vinnu brögð
bæði fjölmiðlamanna og stjórn málamanna .
Í viðtalinu segist Róbert lesa mikið:
Ég er alltaf með svona þrjár, fjórar bækur
í gangi, ég les mikið og fer í gegnum þetta
mjög hratt og ég er með ákveðna aðferð
líka þegar kem ur að svona kannski hérna
bækur sem ég les um stjórnmál eða eru
svona sjálfshjálpar bækur eða eitthvað
svoleiðis, eitthvað sem er svona saman-
safnaður vísdómur, sem ég vil tileinka mér
og þá les ég kannski fyrstu paragröfuna
eða fyrstu málsgreinina í hverjum kafla,
ég skima hvaða kaflar eru í bók inni, og
skoða upp setninguna og les það fyrsta og
síðasta í hverjum kafla, og þannig hef ég
kannski komist yfir efni heillrar bókar og
náð svona meginhugsuninni á bak við
hug mynda fræðina á fimmtán til tuttugu
mínútum, í staðinn fyrir að gera það á
þremur til fjórum tímum . . .
Spyr þá aðdáunarfullur spyrill hvernig
Róbert lesi „alþingisgögnin“ sem hann
1 Samfélagið í nærmynd, „lesandi vikunnar“, rætt við
Róbert Marshall, 8 . júní 2009, Ríkisútvarpið, Rás 1 .
fái í hendur sem þingmaður . Því svarar
Róbert:
Ja, ég les hratt, það er mikill lestur og ég
hef tamið mér það að reyna, það er bara
eitthvað sem gerist í blaðamennsku, þú
færð þykka möppu og mikla skýrslu, þú
ferð strax í inn ganginn og skoðar hvað er
þar og svo ferðu í niðurstöðurnar og skoðar
þær, og ef það er eitthvað sérstakt sem
grípur þig í niður stöð unum, þá fer maður
og les um það nánar, en ég sit eiginlega
aldrei og les heila skýrslu, mér finnst það
bara vera svo mikil . . . ég hef ekki tíma til
þess . Og þetta hefur yfirleitt dugað mér,
þannig að ég get komist yfir allt sem ég á
að lesa, eins og Rannsóknarskýrslan, ég er
ekki ennþá búinn með hana en ég fer í það
sem ég sé í blöðunum að eru aðalatriðin
og er mikið fjallað um og heyri hjá öðrum
og svona skima þetta þannig að ég veit
hvar efnið er að finna, mér finnst það vera
á þeim tímum sem við lifum núna þá eru
margar af þessum skýrslum til í rafrænu
formi og ég get slegið inn leitarorð á
netinu ef mig vantar eitt hvað sérstakt og
ég bara er fljótur að ná í upp lýs ingar, það
er eitthvað sem kom úr blaða mennsk-
unni, maður sparar sér tíma og fer beint
í það sem maður þarf á að halda og eins
Hvernig ætli fjölmiðlamennog stjórn málamenn sinni
eftirliti sínu með þeim sem
enginn kaus? Skoða þeir verk
þeirra með gagnrýnum huga
eða taka þeir einfaldlega
niðurstöður fagmannanna
góðar og gildar?