Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 48
Þjóðmál voR 2013 47
er með skáldsögur ef að þær ná mér ekki
á svona 50 síðum þá hætti ég með þær, þá
eyði ég tím anum ekki í þær heldur fer ég
í næstu bók .
Hér gefur Róbert fróðlega innsýn í vinnu brögð fjölmiðlamanna og
stjórn málamanna . Þegar þeir fá skýrslu í
hend ur er litið á innganginn, þar sem kemur
fram um hvað verði fjallað í skýrslunni . Svo
er farið beint í niður stöðurnar og þá er
þetta komið . Nema „eitthvað sérstakt“ hafi
„grip ið“ menn í niðurstöðunum, þá er lesið
um það . Með öðrum orðum, það heyrir til
undan tekninga ef kannað er hversu mikil
vigt er í raun í rökstuðningnum, sem þó er
sagður hafa ráðið hinni faglegu niðurstöðu .
Má ætla að það sé aldrei gert ef lesandinn
hefur ekkert sérstakt á móti niðurstöðunni
við fyrsta og eina skyndilestur hennar .
„Maður sparar sér tíma og fer beint í það
sem maður þarf á að halda .“ Skýrslan er
löng en lífið stutt .
Og vitaskuld eiga þessi vinnubrögð ekki
aðeins við um orðmargar niðurstöður
opin berra fagmanna . Alls kyns hagsmuna-
samtök og þrýstihópar láta gera fyrir sig
langar skýrslur til að sannfæra almenning
um baráttumálin . Það hlýtur að gefast vel
í þjóðfélagi þar sem fjölmiðlamenn lesa
ekki skýrslur heldur endursegja útdrátt
þess sem keypti skýrsluna og fara svo beint
í niðurstöðurnar . Stjórnmálamaðurinn les
svo sjálfur ekki meira, heldur treystir á fjöl-
miðlamanninn sem las bara útdrátt inn og
niðurstöðurnar .
Fyrir nokkrum árum var stofnað svonefnt mannréttindaráð hjá Reykjavíkurborg
þar sem puða sjö manns á launum hjá skatt-
greiðendum . Jafnframt var komið á legg
mannréttindaskrifstofu, sem heyrir undir ráðið .
Á skrifstofunni starfa nú 10 manns, þar af er
annar hver starfsmaður „stjóri“ . Undir ráðið
heyra svo ýmsir „starfshópar“ .
Nýlega gaf mannréttindaskrifstofan úr frétta-
ritið Mannorð . Í haus á forsíðu ritsins eru ýmis
tákn sem eiga líklega að vera til marks um víð-
sýni skrifstofunnar og ráðsins, sem af hógværð
kenna sig við mannréttindin . Til að mynda er
þar maður í hjólastól, smábarn, jörðin, trúartákn
og svo hið vinalega og múltíkúltí merki hamar
og sigð . Síðastnefnda merkið er ekki þekkt
sem annað en merki einnar helstu morðvélar
mannkynssögunnar, Sovétríkjanna .
Hvað myndu menn segja ef mann rétt-
indaskrifstofan gæfi út fréttablaðið Mannorð
með hakakrossinum á forsíðu? Sjálfsagt yrði allt
vit laust .
En við hamar og sigð mun enginn segja neitt .
Vefþjóðviljinn á andriki.is, 16 . janúar 2013 .
„Mannréttinda“-skrifstofa Reykjavíkur