Þjóðmál - 01.03.2013, Side 50

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 50
 Þjóðmál voR 2013 49 vorið 2005 . Umfjöllun Sigríðar var fyrsta tilraunin til að skoða VÍS-söluna og ástæður hennar . Í fréttaskýringunni setur Sigríður fram tvær skýringar á sölunni . Í fyrra lagi að söluna megi rekja til þrýstings forystumanna þáverandi ríkisstjórnarflokka, Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar, og í síðara lagi að Landsbankinn hafi brugðið á það ráð að selja til að forðast málaferli í kjölfar þess að hafa selt hlutabréf S-hópsins í VÍS nokkru áður án umboðs . Ekki tekur Sigríður afstöðu til þess í fréttaskýringu sinni hvor skýringin sé sennilegri . Hið sama átti ekki við um ritstjórn Fréttablaðsins . Í fyrirsögn fréttar um fréttaskýringuna á forsíðu tölublaðsins þar sem hún birtist var fullyrt: „Stjórnarsamstarfið lagt undir í átökum um VÍS .“5 Undir þessa tilgátu er tekið í hinni greininni sem lagt hefur grunn að umræðu um málið . Hún er eftir Björn Jón Bragason og birtist í tímaritinu Sögu í árslok 2011 .6 Þar gengur Björn skrefinu 5 „Stjórnarsamstarfið lagt undir í átökunum um VÍS“, Fréttablaðið 30 . maí 2005, bls . 1 . Ritstjórnir blaða bera jafnan ábyrgð á þeim greinum sem birtast í þeim, þar á meðal fyrirsögnum . 6 Björn Jón Bragason, „Sagan af einkavæðingu Búnaðarbankans“, Saga 49:2 2011, bls . 100–136 . lengra en Sigríður, og jafnvel lengra en ritstjórn Fréttablaðsins, þegar hann leiðir líkur að því að „framsóknarráðherrarnir“7 hafi gengið „mjög hart fram“ og hótað stjórnarslitum „svo tryggja mætti yfirráð S-hópsins yfir VÍS“ . Þetta segir Björn að hafi verið „forsenda kaupanna“ hjá S-hópnum .8 Hvergi minnist Björn á síðari tilgátu Sigríðar um umboðsleysið . Hér er ætlunin að leggja fram nýjar skýr- ingar á sölu Landsbankans á hlutum sínum í VÍS . Færð verða rök fyrir því að ekki liggi pólitískar skýringar að baki sölunni heldur hafi Landsbankinn selt vegna þess að bankanum bauðst gott verð auk þess sem við bankanum blöstu mála ferli í kjölfar þess að hann seldi bréf S-hópsins í VÍS án heimildar . Þar að auki seldi bankinn VÍS-hluti sína af þeirri einföldu ástæðu að stefna hans hafði um nokkurt skeið verið að minnka eign sína í félaginu . Því hafi viðskiptahagsmunir ráðið því að salan fór fram . Slíkar skýringar virðast sennilegar þegar þeir atburðir sumarsins 2002, sem varða málefni VÍS, eru rifjaðir upp í ljósi nýrra heimilda . I . Hinn 29 . ágúst 2002 tilkynntu for-svarsmenn Landsbankans Kauphöll Íslands að bankinn hefði selt megnið af hlutafé sínu í VÍS . Um var að ræða 27% af hlutafé VÍS sem S-hópurinn keypti . Eignaðist hann þar með meirihluta hlutafjár í félaginu og um leið full yfirráð yfir VÍS . Hlutafé Landsbankans fór úr tæpum 41% í um 14% við söluna en S-hóps-félögin fjögur juku eignarhlut sinn í tæp 69% . Sala 7 Leiða má að því líkur að Björn eigi hér við Halldór Ásgrímsson og Valgerði Sverrisdóttur sem þá gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, enda verður honum tíðrætt um þau í grein sinni . 8 Björn Jón Bragason, „Sagan af einkavæðingu Búnaðarbankans“, bls . 106–107 . Hér er ætlunin að leggja fram nýjar skýringar á sölu Landsbankans á hlutum sínum í VÍS . Færð verða rök fyrir því að ekki liggi pólitískar skýringar að baki sölunni heldur hafi Landsbankinn selt vegna þess að bankanum bauðst gott verð auk þess sem við bankanum blöstu málaferli í kjölfar þess að hann seldi bréf S-hópsins í VÍS án heimildar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.