Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 69
68 Þjóðmál voR 2013
sáttmála . Því voru Írar spurðir aftur og með
nægum hræðsluáróðri tókst að draga „já“
upp úr þeim .
Tékkar tóku við formennsku Evrópu-
sambandsins árið 2009 . Vaclav Klaus,
forseti Tékklands, hefur gagnrýnt Evrópu-
sam bandið harðlega . Sendinefnd frá
Evrópuþ inginu var send til hans í desember
árið 2008 . Hér er stuttur útdráttur frá því
sem gekk á . Hægt er að lesa allan textann á
andriki .is, grein frá 16 . desember 2008:
Daniel Cohn-Bendit: Ég færi yður hér fána
sem okkur hefur skilist að þér hafið hvarvetna
hér í Prag-kastala . Þetta er fáni Evrópu-
sambandsins, svo ég set hann hér fyrir framan
yður . Formennska yðar mun reyna á . Tékk-
land þarf að taka á vinnutímatilskipuninni
og loftslags-hlutanum . Loftslags-hlutinn felur
minna í sér en við hefðum kosið og það verður
að gæta þess að hann þynnist ekki frekar . Ég
er sannfærður um, að loftslagsbreytingar eru
ekki aðeins áhætta, heldur bein hætta fyrir
framtíðarþróun hnattarins . Þá skoðun mína
byggi ég vísindalegum viðhorfum og meiri-
hlutasamþykki á Evrópuþinginu . Ég veit að
þér eruð mér ósammála . Yður má finnast
hvað sem þér viljið, mér hins vegar finnst
ekkert um málið, ég veit — að jörðin hlýnar í
raun og veru . Að því er Lissabon-samninginn
varðar, þá læt ég mig skoðanir yðar á honum
engu varða . Ég vil vita hvað þér gerið ef báðar
deildir tékkneska þingsins samþykkja hann .
Munið þér virða vilja fulltrúa þjóðarinnar?
Þér verðið að staðfesta hann . [ . . .]
Brian Crowley: Ég er Íri og félagi í stjórnar-
flokki . Faðir minn barðist gegn breskum
yfirráðum alla sína ævi . Ógrynni ættingja
minna lét lífið í baráttunni . Vegna þessa
treysti ég mér til að segja að írska þjóðin vill fá
Lissabon-samninginn . Orð yðar, herra forseti,
í opinberri heimsókn yðar á Írlandi voru hrein
móðgun við mig og írsku þjóðina [ . . .]
Václav Klaus: [ . . .] Og um Lissabon-samn-
inginn er það að segja að hann hefur ekki
heldur verið samþykktur í Þýskalandi . Stjórn-
ar skráin, sem í raun var hið sama og Lissabon-
samningurinn, henni var hafnað í þjóðar-
atkvæðagreiðslu í tveimur löndum . Ef herra
Crowley hefur áhyggjur af móðgun við írsku
þjóðina, þá verð ég að segja að helsta móðgunin
við hana er sú að virða ekki niðurstöðu írsku
þjóðaratkvæðagreiðslunnar [ . . .]
Crowley: Með fullri virðingu, herra forseti,
þér eigið ekkert með það að segja mér hvað
Írum finnst . Sem Íri þá veit ég það best .
Václav Klaus: Ég hef ekki uppi neinar
getgátur um það hvað Írum finnst . Ég tefli
fram einu mælanlegu niðurstöðunni, staðfestri
í þjóðaratkvæðagreiðslunni [ . . .]
Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins,
sagði eftirfarandi eftir að Írar höfðu sagt
„nei“ við ESB stjórnarskránni:
Ákafinn hefur færst yfir á hinn kantinn til þeirra
sem tala illa um Evrópu, á hægri væng stjórn-
málanna . Hann einkennir nú þá sem tala illa um
Evrópu, þá sem gera það einfaldlega af hræðslu .
Í Evrópu hefur það alltaf ýtt undir fasisma þegar
félagsleg hnignun og ótti koma saman .
Barroso var nokkuð skýr þegar hann árétt-
aði í viðtali, að þjóðirnar ættu einfald lega
að fara eftir sáttmálum sem þau hefðu
samþykkt, en ekki velta fyrir sér hvernig
samstarf Evrópuþjóðanna ætti að vera,20
nema auðvitað ef viðkomandi vildi herða á
ESB-múrboltanum .
Václav Klaus: Unnt er að vinna að samruna
í Evrópu á mismunandi vettvangi og með
ólíkum aðferðum . Ég er handviss um að
til séu margar leiðir […] og okkur öllum í
Evrópu ætti að vera frjálst að ræða þær .
José Manuel Barroso: Við fögnum umræð-
um en erum þó að minnsta kosti sannfærðir
um að öll ríki sem hafa skrifað undir sáttmál-
ann eigi að fullgilda hann . Þar er um virðingu
fyrir góðri trú að ræða . Þegar ríki hefur játast
sáttmála felst í því skylda til að fullgilda hann .
Þess væntum við af lýðveldinu Tékklandi sem
hefur ritað undir Lissabon-sáttmálann .
20 http://www .youtube .com/watch?feature=player_
detailpage&v=b7MP-G-e_pY