Þjóðmál - 01.03.2013, Side 77

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 77
76 Þjóðmál voR 2013 aði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem megin krafan er gæði, sérstaklega hvað varðar líftíma vöru og afhendingu . Náin sam vinna í virðiskeðju er einmitt forsenda fyrir slíkri framleiðslu . Það er ein mitt mergur málsins, að flókin vinnsla fyrir kröfu harða kaupendur kallar á mikið skipulag í virðis keðjunni allt frá veiðum til neytanda . Náið samstarf veiða og vinnslu er nauðsynlegt til að ná slíkum árangri, og einmitt þar stöndum við Norð- mönnum framar í samkeppni, en þeir eru með algeran aðskilnað veiða og vinnslu í sínu sjávar útvegsumhverfi . Það er vel þekkt úr þróuðum iðngreinum, eins og bílaiðnaði, að þar er löngu hætt að nota uppboðsmarkaði fyrir íhluti . Náin samvinna við birgja er lykilatriði til að standa við kröfur markaðarins og tryggja rétt gæði . Það er tvímælalaust stjórnkerfi ís lenzka sjáv- arútvegsins undanfarna tvo áratugi, sem knúið hefur fram þá tækni- og viðskiptaþró- un, sem Gunnar Þórðarson lýsir hér að fram- an og sem sett hefur íslenzkan sjávarútveg skör ofar í samkeppnishæfni og verðmætasköp un fyrir íslenzka þjóðarbúið . Öllum velviljuðum og viti bornum mönnum ætti að vera fullljóst, hversu skaðvænlegt það er íslenzka sjávarútveginum og verðmætasköpun hans fyrir íslenzka þjóðarbúið, að stjórnvöld fari nú að setja krumluna í hann með þeim afleiðingum, að hæst borgandi markaðirnir tapast, og þróunarstarf undanfarinna ára verður unnið fyrir gýg . Lokaorð greinar Gunnars Þórðarsonar undirstrika, að stjórn- völdum ber, í nafni þjóðarhagsmuna, að láta atvinnulífið í friði: „Ekki má setja reglur, sem draga úr verð- mætasköpun og samkeppnishæfni íslenzks sjávarútvegs . Fiskmarkaðir eru bæði nauð- synlegir og skapa mikil verðmæti, en engin ástæða er til að þröngva mönnum til viðskipta við þá . Slíkur aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki þjóðhagslega hagkvæmur . „Fagmennirnir“ . . . Nýlega voru rifjuð upp ótal afglöp Gylfa Magnússonar, dósents í viðskipta fræð- um, í embætti viðskipta ráðherra . Við lestur á þeirri hrakfallasögu, sem Gylfi er raunar byrjaður að biðjast velvirðingar á, varð Vef- þjóð viljanum hugsað til kröfu sem kom fram í blaðagrein á dögunum um að næsti fjár mála- ráðherra verði að vera „fagmaður“ og „vita eitthvað um fjármál“ . „En plís, höfum samt fagmann í fjár mála- ráðuneytinu . Allavega næstu fjögur árin,“ skrifaði Pawel Bartoszek stærðfræðingur í Fréttablaðið 8 . febrúar sl . Pawel var einn hinna útvöldu þegar Hreyfingin og stjórnarflokk- arnir skipuðu „stjórnlagaráð“ um árið . Það vafðist ekki fyrir honum að setjast í ráðið þótt ekki sé vitað til þess að hann, Illugi Jökulsson eða aðrir stjórnlagaráðsliðar séu sérstakir „fag- menn“ þegar kemur að stjórnskipunarlögum . Og jafn skelfileg og langlokan er, sem kom frá hinu ófaglega stjórnlagaráði, verður hún samt að teljast hátíð hjá kosningakerfinu sem tveir stærðfræðingar, þar til kallaðir fagmenn, hönnuðu fyrir kosningu til stjórnlagaþings . Þeir voru taldir „vita eitthvað“ um kosn- inga kerfi og vafalaust er það rétt þótt þeir hafi gleymt að gera ráð fyrir að kjósendur gætu fyrirhafnarlítið greitt atkvæði eða þeim mögu leika að hægt væri að telja atkvæði með sæmilegri vissu . Öll sú fagmennska endaði með þeim ein- stæða atburði í sögu landsins að hæstiréttur úrskurðaði kosninguna ógilda . Vefþjóðviljinn á andriki.is, 16 . febrúar 2013 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.