Þjóðmál - 01.03.2013, Side 81

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 81
80 Þjóðmál voR 2013 (Seðlabanki Íslands, e .d .) . Með því hefði Íbúðalánasjóður aukið við opinberan gjaldeyrisforða, dregið úr þensluáhrifum vegna aðgerða bankanna og sennilega dregið úr verðhækkunum íbúða en um það verður fjallað síðar . Seinni hluta árs 2004 voru uppgreiðslur Íbúðalánasjóðs umfram eigin lántökur 14,5 milljarðar króna, samkvæmt árs- hluta reikningi og ársreikningi það ár . Þrátt fyrir ofgnótt lausafjár taldi sjóðurinn sér skylt að halda áfram útgáfu húsnæðisbréfa með svofelldum rökstuðningi í bréfi til Fjármálaeftirlitsins á árinu 2005: Útgáfa fjármögnunarbréfa sjóðsins hefur um árabil verið ráðandi um langtímavaxtastig í landinu og ríkið stendur ábyrgt fyrir öllum skuldbindingum hans . Við slíkar aðstæður var algerlega fráleitt fyrir Íbúðalánasjóð að hætta útgáfu íbúðabréfa . Slíkt hefði leitt til hruns vaxta myndunar á markaði og gert sjóðinn ósam keppnishæfan um ný útlán . Láns hæfis- mat sjóðsins hefði hrunið í kjölfarið og hags- munum ríkissjóðs verið teflt í voða . Þetta hefði verið skýrt brot á lagaskyldum stjórnar og fram kvæmda stjóra og óhugsandi út frá því hlut verki sem sjóðnum er að lögum falið .“ (Íbúðalánasjóður, 2005b, bls . 16 .) Þessi fullyrðing í bréfi Íbúðalánasjóðs er ekki rökstudd frekar og erfitt að finna henni lagastoð . Íbúðalánasjóði er hvergi falið að sjá um vaxtamyndun, enda þótt útgáfa sjóðsins á skuldabréfum hafi áhrif á vexti . Að auki er eftirmarkaður með skuldabréf og þar ráðast vextir fremur en við útgáfu nýrra skuldabréfa . Lang tímavaxtastig í landinu er áhyggjuefni Seðlabanka og ríkisstjórnar en ekki Íbúðalánasjóðs . Hafa ber í huga að bréfið er ritað til þess að verja gjörðir sjóðsins vegna lána- samninga við fjármálastofnanir sem námu 80 milljörðum þann 30 . júní 2005 auk markaðs verðbréfa að fjárhæð 13, 9 milljarða á sama tíma . Um mitt ár 2008 voru lán Íbúðalánasjóðs til fjármálastofnana 102,4 milljarðar og höfðu hækkað um 7,5 milljarða á fyrra hluta ársins 2008 . Þá var eign Íbúðalána sjóðs í markaðsverðbréfum 35 milljarðar . Sam tals voru þessir tveir liðir 17,7% af heildareign um Íbúðalánasjóðs . Eigið fé Íbúðalána sjóðs var þá 20, 6 milljarðar (Íbúðalána sjóð ur, 2008) . 1 . mynd . Þróun gengisvísitölu frá janúar til október 2008 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.