Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 96

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 96
 Þjóðmál voR 2013 95 á óvart þessi skyndilegi hraði á málinu og kviðu þeir því að þurfa að rýna í textann sem nú hafði verið undirritaður og menn höfðu á tilfinningunni að væri skelfilegur . Höfundur lýsir því þannig að jafnvel landráð hafi komið upp í huga sumra embættis mann a sem þó þögðu þunnu hljóði stöðu sinnar vegna (82) . Og án þess að því sé beinlínis haldið fram að það hafi skipt sköpum um niður- stöðu samningaviðræðn- anna kemur fram í bókinni að öðrum nefndar mönn- um hafi þótt undarlegt að Indriði Þor láks son, hægri hönd Svavars í samn inga- nefndinni, hafi jafnan leitast við að fara út að borða á kvöldin með viðsemjendum sínum . Þetta er í samræmi við orðróm sem var uppi á meðan á viðræðunum stóð en rataði aldrei í fréttir . Vissulega má beita ýmsum aðferðum við að landa góð- um samningi . Kumpánleg- heit skaða sjaldnast og síst skyldu menn vanmeta samnings seiglu glaðværustu manna . Allt á þó sinn stað og stund og eitthvert tillit til málefnisins hljóta menn í samningaviðræðum að taka þegar þeir gefa færi á sér utan viðræðnanna . Þegar opinberir embættismenn, sem margir kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að vinnutengdum veitingahúsaferðum erlendis, hafa orð á þessum undarlegheitum Indriða má leiða líkum að því að tengslamyndun hans hafi kannski farið fram úr því sem eðlilegt gat talist í ljósi eðli máls og hagsmunanna í húfi . Indriða er annars lýst í bókinni sem talnaglöggum en fremur þverum og þurrum á manninn (35) . Í því ljósi, skyldi snæðingur Indriða með viðsemjendum Íslendinga kannski hafa haft þessi áhrif á niðurstöðuna? Sigurður tekur ágætlega saman vanga- veltur um afstöðu ýmissa manna til samn- ingsleiðarinnar . Eftir undirritun Icesave-I áttuðu fleiri sig á að samningurinn var í raun bara samkomulag um greiðslukjör og greiðslufyrirkomulag en ekkert fjallað um skuldbindingar eða greiðsluskyldu . Í bókinni er haldið til haga sjónarmiðum íslenskra lögfræðinga sem strax í upphafi mæltu eindregið fyrir dómstólaleiðinni . Einnig eru rifjaðir upp ýmsir aðrir þætt ir sem hefðu átt að verða til þess að dómstóla- leið in væri í það minnsta í um ræðunni af hálfu stjórn - valda . Sem dæmi er nefnt erindi Gary Roberts, sem var formaður bresku samn - inga nefndarinnar, á ráð - stefnu í Prag, um nýjar reglur fyrir fjármálaheim- inn . Að mati Sigurðar hefði mál flutn ingur Bretans getað rennt stoðum undir þá málsástæðu Íslendinga að engin ríkisábyrgð væri á skuld bindingum inn stæðu tryggingasjóðs . Af hálfu íslenskra stjórn valda, og samn inganefndanna, var hins vegar ekkert gert með vaxandi umræðu innan ESB um að þörf væri á endurskoðun alls regluverks er lyti að fjármálamörkuðum . Þvert á móti voru háværar raddir úr heimi hagfræðinnar, með Gylfa Magnússon við- skiptaráðherra og í leyfi sem dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands (ranglega titlaður prófessor, 100) í broddi fylkingar, sem hvöttu eindregið til samninga hvað sem allri lagaskyldu kynni að líða . Ummæli margra þessara ákafa manna eru rifjuð upp í bókinni, ein frægust úr munni Gylfa um „Kúbu norðursins“ . Kollegi Gylfa úr háskólanum, Þórólfur Matthíasson, bætti um betur og dró Norður-Kóreu líka inn í málið . Það er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.