Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Síða 78
1880
68
68
29. apríl.
og fá kirkjubónda, kaupmanni eður ferjumanni eptirrit af lýsingunni. Komi maðurinn
fyrir, skal hreppstjóri taka hann fastan, ef þess er krafizt, og flytjahann til sýslumanns;
en hafi hann eigi fengið skipun frá sýslumanni um að handsama hinn grunaða, verður
hann sem fyrst að segja sýslumanni sínum frá verustað hlutaðeiganda og hafa vakandi
auga á honum, þangað til honum veröur sagt nákvæmar til um það, sem á að gera.
Verði hreppstjóra sagt frá, að munum sje stolið, og liggi eigi grunur á neinum vissum
manni, á hann sem fyrst að lýsa hinu stolna á næstu bœjum, við kirkju eða ferju, í
kaupstað eða annarstaðar, þar sem von getur verið um, að þjófurinn hafi komið með
fóla sinn.
11. gr.
Til að framkvæma það, sem honum vorður skipað, eður sem honum að öðru
leyti ber að gera í glœpamálum, skal hann, ef nauðsynlegt er, moð tilstyrk hreppsbœnda
beita valdi, en hann verður vol að gæta þess, að það er ekki hann, sem á að refsa
glœpamanninum og að hann, með því að beita höggum, barsmíð eður öðru ofbeldi, get-
ur bakað sjer ábyrgð eptir 126. og 145.grein hegningarlaganna. Hvernig sem ástatt er,
má hann alls eigi beita nokkurri kúgun eður þvingun til að koma þeim, er hann hefir
grunaðan um einhvern glœp, til játningar eður sagna.
12. gr.
Til að halda vörð yfir föngum og flytja þá, má hreppstjóri ráða nœgilega marga
menn fyrir sanngjarna borgun, og mun hann, ef það reynist, að ráðstafanir hans hafa
verið nauðsynlegar, eptir því sem þá á stóð, fá kostnað sinn til þessa og annan kostnað
sinn og vinnumissi, er meðforð á glœpamálum hefur í för með sjor, endurgoldinn eptir
sanngjörnum roikningum.
Fyrir varðhald á föngum skulu hreppstjóra goldnar 2 krónur um vikuna, sam-
kvæmt 72. gr. aukatekjureglugjörðarinnar, nema einhverjar sjorlegar ástœður heimili hon-
um moira kaup.
III. Framkvæmd á góðri lögreglu og máium, er skylt eiga við hana.
13. gr.
Samkvæmt 22. gr. sveitarstjórnartilskipunarinnar á hreppsnefndin að koma í veg
fyrir húsgang og flakk og að öðru leyti styðja að því, að lögregla eflist og við haldist
í sveitinni, og á hreppstjóri að vera nefndinni samtaka í því.
Verði fyrir honum menn, er flœkjast iðjulausir um sveitina, á hann að vísa þeim
til heimila sinna, ef þeir eiga lieima í hreppnum, eður úr hreppnum til sveita sinna, ef
þeir eru utansveitarmenn. Hann á þar að auki að brýna fyrir þeim, að það sje bannað
í lögum að ganga við vonarvöl, og að þeir með því að lifa á bónbjörgum, baki sjor refs-
ingu eptir 22. gr. reglugj. 8. janúar 1834. Jafnframt þessu skal hann skora á hrepps-
nefndina að koma slíkum umhleypingum fyrir á kostnað sveitarsjóðsins, annaðhvort til
stöðugrar framfœrslu, ef þeir oru innanhrepps, eður til framfœrslu um stundarsakir, þangað
til að þoir vorði sendir heim til átthaga sinna.
14. gr.
Hreppsnefndin hefir heimild til þess, að vísa hverjum þeim húsmanni, er sozt hofir að
í sveitinni án loyfis hennar og ekki or þar sveitlægur, úr sveitinni með missiris fyrirvara
til næstu fardaga (sbr. 12. gr. tilsk. 26. maí 1863). Samkvæmt tilsk. 19. febrúar 1783,
og 1. gr. tilsk. 26. maí 1863, er hver búlaus maður skyldur að vera í vist, sem eigi
annaðhvort hefir 5 hundruð á landsvísu eður moira í árságóða af fasteignum eður öðru
*