Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Page 79
69
1880
fje, ellegar hefur leyst sig undan vistarskyldu með því að fá sjer leyfisbrjef til lausa-
monnsku hjá sýslumanni. Kvarti hreppsnefndin yfir brotum gegn þessum ákvörðunum,
skal hreppstjóri heimta skýrslu af hlutaðeiganda um hagi hans, og reynist það þá, að
maður vistskyldur, hafi eigi reynt að útvega sjer vist á síðastliðnum hjúaskildaga, eður
að húsmaður hafi eigi fengið leyfi sveitarstjórnarinnar til húsmennsku og sitji í hreppn-
um þrátt fyrir útvísun hreppsnefndarinnar, skal hreppstjóri semja um það skýrslu, þar
sem sagt er frá nafni, heimili, framfœrsluhreppi, fœðingarstað og aldri hlutaðeiganda, hve
nær hann hafi komið í hreppinn, og hvað hann hafi hafzt þar að, og hverju öðru, er get-
ur haft áhrif á málið; og á að senda sýslumanni þessa skýrslu.
15. gr.
Samkvæmt 8. gr. reglugjörðar 8. janúar 1834 á sýslumaður eða bœjarfógeti,
eptir að búið er að ákveða að flytja eigi sveitarómaga heim á hrepp sinn, að skipa fyrir,
um, hvernig flutningurinn eigi að fara fram, og er hreppstjóri skyldur, þegar ómagi er
fluttur til hans með vegabrjefi einhvers sýslu- eða kaupstaðar-yfirvalds að ráðstafa flutn-
ingi ómagans samkvæmt vegabrjetinu til næsta hreppstjóra, eða ef ómaginn á heima þar í
hroppi, til oddvita hreppsnefndarinnar. pegar flutningurinn er um garð genginn, sendir
hann sýslumanni skýrslu um hann með reikningi yfir kostnaðinn, og mun sýslumaður
sjá um, að kostnaður þessi verði honum endurgoldinn samkvæmt opnu brjefi 17.
apríl 1868.
16. gr.
Fyrir utan löggilt kauptún má alls ekki selja brennivín nje aðra áfenga drykki.
Að öðru leyti eiga þeir, sem vilja verzla, að leysa borgarabrjef eða leyfisbrjof til þess hjá
sýslumanni, og eru um það ítarlegar ákvarðanir í lögunum um siglingar og verzlun frá
7. nóvbr. 1879 (stjórnartíð .A 28).
Hreppstjóra ber að kynna sjer nákvæmlega þessi lög og aðrar ákvarðanir um
verzlun, og verði hann þess vís, að vínsala eða önnur ólögleg verzlun hafi átt sjer stað
í sveitinni, ber honura að senda sýslumanni ítarlega skýrslu um það.
Samkvæmt lögum 14. desbr. 1877 (stjórnartíð A 29) skulu að viðlögðum 5—50
kr. sektum allir kaupmenn og kaupfjelög, er reka verzlun hjer á landi selja eptir vigt
kornvöru alla og kol, nema kaupandi œski mælis.
17. gr.
Sá, sem býr til eður notar röng eður fölsuð mælinga- eður vogaráhöíd, sætir
hegningu eptir fyrri hluta 279. greinar hogningarlaganna, og í síðari hluta hinnar sömu
greinar er ákveðin hegning fyrir þá, sem þurfa á mælingar- og vogaráhöldum að halda í
atvinnuvegi sínum, en nota áhöld, sem ekki hafa verið löggilt á rjettan hátt, oður hafa
broyzt af sliti, þó þau hafi ekki verið fölsuð eða röng ; en í tilskipun 18. júní 1784
or skipað fyrir, að löggilding á áhöldum þeim, sem ætlað er, að nota skuli við verzlun
hjer á landi, geti eigi farið fram annarstaðar en í Kaupmannahöfn, þar í móti mega
sýslumenn löggilda mælingar og vogaráhöld þau, sem aðrir en kaupmenn nota sín í milli.
Hreppstjóri á að hafa tilsjón með, að þessum ákvörðunum sje hlýtt, einkum
vorður hann, ef verzlunarstaður er í sveit hans, að hafa nákvæmar gætur á því, að kaup-
monn noti ekki aðra kvarða, mæla eður vogir en þær, sem löggiltar eru af löggildingar-
stofunni í Kaupmannahöfn, og skipar sýslumaður nákvæmar fyrir um, hvernig haga skuli
þessari tilsjón, sbr. dómsraálastjórnarbr. 10. marz 1849 og tilsk. 1. desbr. 1865 um hina
almcnnu verzlunarvog.
6S
29. aprll.