Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Side 83
Stjórnartíðindi B. 11.
73
1880
27. gr. 68
Samkvæmt tilsk. um hundahald 25. júní 1869 skal hver húsbóndi skýra frá því29, aprI1‘
á hreppaskilaþingum á vorin, hve margir hundar sjeu á heimili hans, en hreppstjóri
skal með allt að 4 kosnum mönnum ákveða, hvo marga hunda þurfi á hverju heimili til þess
að hirða skepnur og verja tún og engjar. Fyrir hvern hund, sem haldinn er fram yfir hina
ákveðnu tölu, skal gjalda 4 krónur, en ef undanbrögð eru höfð eða nokkur hundur er
haldinn, sem ekki er sagt til, varðar það fjesekt. Hreppstjóra ber að heimta saman gjald
þetta, fær hann helming í innheimtulaun, en helmingurinn greiðist í sveitarsjóð.
Hreppstjóri skal brýna fyrir almenningi, að sulli úr hausum af höfuðsóttar kind-
um og sollið slátur skuli brenna, eða grafa svo djúpt í jörð, að hundar ekki geti náð
því. Hann á að hafa vakandi auga á, að þessum og öðrum ákvörðunum nefndrar til-
skipunar sje nákvæmlega hlýtt, en beri út af því, ber honum að senda sýslumanni um
það skýrslu sína.
28. gr.
Komist hreppstjóri eptir því, að tjón hafi hlotizt af ólöglegum lækningum, eður
að lífi og heilsu manna hafi verið hætta búin, á hann að senda sýslumanni skýrslu um
það, svo að hlutaðeigöndum verði refsað samkvæmt tilsk. 4. desbr. 1672 og 5. septbr.
1794. Komi upp skœðar og næmar sóttir í hreppnum, skal hann sem fyrst gefa það
sýslumanni og hjeraðslækni til kynna, og á liann síðan að haga sjer nákvæmlega eptir
fyrirmælum þeirra um varúðarreglu gegn slíkum sjúkdómum, en þangað til þessi fyrir-
mæli koma, á hann eptir samkomulagi við sóknarprestinn og hina helztu bœndur að
gjöra allt, sem í hans valdi stondur, til að varna samgöngum milli þess heimilis, þar
sem sjúkdómurinn er kominn upp, og annara heimila.
Svo ber hreppstjóra og að vera hreppsnefndinni samtaka í optirliti moð öllu því,
sem til almenns þrifnaðar og hreinlætis horfir, svo sem að fœr og þokkaleg lieimreið sjo
að bœ hverjum, að salerni og byrgðar forir sjeu á hverjum bœ, holzt á afviknum stöð-
um, og að íbúðarhús og fjenaðarhús sjeu nœgilega björt og rúmgóð.
Verði gefin út heilbrigðisreglugjörð samkvæmt 15. gr. tilsk. am sveitarstjórn 4.
maí 1872, ber hreppstjóra nákvæmlega að kynna sjer hana og styðja að því, að henni
verði fylgt fram.
Verði samkvæmt sóttvarnarlögunum frá 17. desbr. 1875 og 24. okt. 1879
(stjtíð. A. 25.) bannaðir vöruflutningar frá einstökum löndum, eða skipaferðir þaðan
bundnar tilteknum skilyrðum, skal hreppstjóri sjá um, að slíkum ákvörðunum verði
fylgt fram.
29. gr.
Hann á samkvæmt tilsk. 5. jan. 1866 um næm fjárveikindi að gefa gætur að heil-
brigðisástandi kvikfjárins í hreppnum, og á hann eptir samráði við hreppsnefndina svo
opt sem nauðsynlegt þykir, einkum á haustin, þá er fjo kemur af afrjett og á vorin fyrri
hluta aprílmánaðar að láta tilkvadda menn skoða allt fje í hreppnum.
Verði vart næmra fjárveikinda í hreppnum, skal hreppstjóri sjá um, að hið sjúka
fje verði þegar í stað stranglega skilið frá heilbrigðu fje, og að það verði annaðhvort
þegar látið í hús, er engar aðrar skepnur geti komið í, eður að minnsta kosti látið
liggja inni á hverri nóttu, og á hverjum degi hirt af manni, er stöðugt fylgir því, svo á
hreppstjóri einnig að hlutast til um, að skepnurnar og f]o það, sem ætla má að hafi
komið saman við þær, verði sem fyrst toknar til lækninga. Eptir að lækningar oða skurð-
Ilinn 29. apríl 1880.
L