Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Page 85
75
1880
Verði hreppstjóri þess áskynja, að brotið haíi verið gegn þessum ákvörðunum,
ber honum þegar að senda sýslumanni skýrslu sína um það.
33. gr.
Beri skipstrand, eldsvoða, sjávarflöð eður annan voða að höndum, skal hreppstjóri
ganga á undan öðrum í því, að bjarga mönnum og fjármunum úr háskanum, að útvega
hinum nauðstöddu húsnæði, og að geyma og varðveita fje það, sem bjargað verður,
og á hann sem fyrst að gefa sýslumanni skýrslu um aðgjörðir sínar. S.kyldir eru allir
verkfœrir alþýðumenn að vinna að björgun, þegar hreppstjóri eða lögreglustjóri kveður
þá til þess. Hreppstjdri er skyldur til að gjöra fyrir hönd lögreglustjóra allar þær ráð-
stafanir, sem kostur er á, þangað til lögreglustjóri eða umboðsmaður hans kemur til,
sbr. lög um skipströnd 14. jan. 1876 (stjtíð. A. 2.). pá er hallæri og óár ganga, á
hann að leggjast á eitt með hreppsnefndinni og prestinum, til að reyna að afstýra þoim
sveitar vandræðum, sem af slíku ástandi kynnu að leiða.
Verði einstakir menn fyrir slysförum, drukni þeir eða verði úti, eða fyrirfari þeir
sjálfum sjer, á hreppstjóri að leita nákvæmrar skýrslu um, hvernig slíkt hafi að borið,
hvort manni þeim, sem varð úti, hafi verið út hýst eða sagt rangt til vegar, eða hvort
nokkur hafi vanrœkt að koma þeim, er varð fyrir slysinu, til hjálpar, eður að við liafa
þær lífgunartilraunir, sem við eiga. Um allt það, er hreppstjóra þannig verður kunnugt,
sendi hann sýslumanni skýrslu sína og segi þá um leið álit sitt um það, hvort ástœða
sje til að lögsœkja nokkurn eptir 199. og 201. grein hegningarlaganna.
í skýrslu hreppstjóra um sjálfsbana á einkum að skýra frá þessum atriðum:
1., kyni sjálfsbanans, öllum nöfnum lians, og hvers son eður dóttir sjálfsbani hafiverið;
2., heimili, atvinnuvegi og efnahagi sjálfsbana;
3., aldri sjálfsbana (fœðingardegi og ári, ef það er kunnugt);
4., hvort sjálfsbani liafi lifað í hjónabandi og átt börn;
5., hvort sjálfsbani hafi verið luistinnar trúar;
6., hvar og hve nær (dag og klukkutíma) sjálfsbani hafi fundizt dauður;
7., með hverju móti hann hafi ráðið sjer bana;
8., hvort lífgunartilraunir hafi verið við hafðar, og þær byrjaðar undir eins og sjálfsbani
fanst; eða hvort nokkur liafi orðið sekur samkv. 201 gr. hegningarlaganna um
hirðuleysi í þessu tilliti;
9., hvað menn ætli, að hafi koraið sjálfsbana til að fyrirfara sjer sjálfum;
10., hvort sjálfsbani hafi verið hneigður fyrir ofnautn áfengra drykkja, og hve nær hann
síðast hafi sjezt ölvaður.
IV. Meðferð á rjettargjörðum þeim i máliiin einstakra manna, sem hrcppstjóri
má eðnr skal framkvam
34. gr.
Stefnufarir.
Eptir 63. gr. aukatekjureglugjörðarinnar 10. sept. 1830 á lireppstjórinn jafnan
að vera annar stefnuvotturinn í þeim hrepp, sem hann er búsottur í. Stefnuvotta skal
dómari hjeraðsins skipa á manntalsþingi eður á öðru þingi í hreppnum, som alraonning-
ur á sókn að, og skulu þeir þar heita því með eiði, að þeir með alúð og ráðvendni skuli
framkvæma skyldur sínar samkvæmt fyrirmælum laganna. Stofnuvottur má cigi birta
stefnu í sjálfs síns sök. Stefnu eður annað fyrirkall skal birta af tveimur stefnuvottum
á heimili þess, er stofnu skal hlýða, meðan sól er á lopti á sumrum, en dagur á vetrum.
68
29. aprtl.