Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Síða 88
1880
78
68 ur til geymslu, ber honum tafarlaust að senda skiptaráðanda. Við lok uppskriptarinnar
29. aprll. s|jaj hreppstjóri fá tillögur erfingja um ráðstafanir þær á búinu, er eigi má fresta.
Allt það, er þannig fer fram, skrifar hreppstjóri nákvæmlega upp. Nöfn erfingja
og hoimili skulu ávallt rituð með fullum stöfum, og sje gipt kona erfingi, skal eins rita
nafn og heimili manns hennar. Um þá, sem bornir eru til arfs, skal um leið skýrt frá
skyldleika þeirra og hins látna. Aldur erfingja þeirra, sem yngri eru en 25 ára sje til-
greindur. Sem fyrst eptir að gjörðinni er lokið og staðfest með undirrituðum nöfnum þeirra,
er viðstaddir hafa verið, skal senda sýslumanni, sem er skiptaráðandi, eptirrit eptir lienni.
37. gr.
Uppboðsgjörðir.
Samkvæmt 1. gr. tilskipunarinnar frá 19. desbr. 1693, má enginn halda uppboð,
er almenningur hefir aðgang að, annar en sýslumaður eður umboðsmaður hans. Verði
hreppstjdra falið á hendur að halda þess konar uppboð, sem um er rœtt í 71. gr. auka-
tekjureglugjörðar 10. septbr. 1830 og ráðgjafabrjefi 19. oktbr. 1878 (stjtíð. B. 167.) á
hann, eins og sagt er um fdgetagjörðir og skiptagjörðir, að kveðja 2 menn til að vera
votta og aðstoðarmenn við uppboðsgjörðina. Sje honum eigi fengin skrá yfir fjármuni
þá, sem á að bjóða upp, skal hann moð aðstoðarmönnum sínum semja slíka skrá, fyrr
en uppboðið fer fram. Uppboðsauglýsingar þær, sem sýslumaðurinn sendir hreppstjdra,
á hann að sjá um að verði birtar á scm haganlegastan hátt, á hann því að losa þær
eptir messu við kirkju og festa þær upp þar og annnarstaðar, er ókunnugir opt koma,
t. a. m. við veitingahús, ferjustað eður verzlunarstað, sje hann í hreppnum.
Á þeim degi og þeirri stundu, sem til tekin er í uppboðsauglýsingunni, kemur
hreppstjdrinn moð vottum sínum á uppboðsstaðinn. Hann les fyrst upp uppboðsskilmál-
ana, býður þar optir upp samkvæmt skránni íjármuni þá, sem selja skal, ítrekar skil-
merkilega þau boð, sem koma fram, og slær með hamri eður öðru verkfœri högg, þegar
hið hæsta boð er komið, og má þar eptir afhenda híhn uppboðna hlut þeim, er bauð, ef
hann borgar það, sem hann hefir boðið, í poningum, eður, ef hreppstjóri treystir sjer lil
að lána honum hið uppboðna samkvæmt uppboðsskilmálunum. Geti sá, sem hið upp-
boðna er til slegið, ekki borgað það þegar í stað, og vilji hreppstjóri eigi gefa honum
gjaldfrest, skal bjóða hið uppboðna upp aptur, og má hreppstjóri þá síðan neita að taka
við boöum af hlutaðeiganda.
Eptir uppboðið heimtar hreppstjóri inn andvirði hins selda, ef ekki sjerstakur
gjaldheimtumaður er ráðinn af þeim, er beiddist uppboðsins, og á hreppstjóri að hafa
gjört reikning fyrir audvirði uppboðsins innan 4 vikna eptir gjalddaga þann, sem til er
tekinn í uppboðsskilmálunum fyrir þá kaupendur, er gjaldfrestur veitist. Allt það, sem
fram for við uppboðið, ritar hreppstjóri nákvæmlcga, og sendir hann sýslumanni sera fyrst
hina þannig skráðu uppboðsgjörð, staðfesta raeð nafni og innsigli sínu og nöfnum vott-
anna, svo og gjaldheimtumanns og annara or hlut eiga að máli.
38. gr.
Úttektar- og skoðunargjörðir.
Eptir skipun sýslumanns or hreppstjdri skyldur að framkvæma mcð öðrum þar
til skipuðum manni skoðunar-og virðingargjörðir á jörðum, liúsum eður lausafjo, til að
mota ábata þann cður skaða, er menn hafa orðið fyrir, eður andvirði einhvorrar eignar.
Skoðunargjörðir þessar eiga hreppstjóri og meðskoðunarmaður hans að framkvæma
eptir reglum þeim, sem sýslumaður leggur fyrir þá, um leið og hann skipar gjörðina, en