Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Page 89
79
1880
hjer skal farið nokkrum orðum um skoðunargjörðir þær, er geta farið fram án skipunar 08
sýsluraanns, þá er ábúandaskipti verða á jörð, og nefnast þær, eins og kunnugt er, Úttchtir. 29-aPrI1'
a, Skoðunargjörð á jörð, sem eigandi þangað til hefir setið á; en nú er leigð
eða seld öðrum, er að henni fiytur, er mest innifalin í því, að lýsa sem nákvæmlegast á-
standi því, er jörðin er afhent í, og á þá að segja frá:
1, húsum þeim, hlöðum, heygörðum og heytöptum, sem afhendast, efni og bygg-
ingarlagi sjerhvers húss, hve gamalt það sje, ástandi viðanna í því, hleðslunni á veggj-
ijnum o. s. frv.
2, stœrð og tölu kálgarða þeirra, sem eru á jörðunni, hvort túnið sje þýft eður
sljett, og í hverju ástandi túngarðurinn sje, hvort vatnsveitingaskurðir sjeu í túnum eð-
ur engjum, og hvernig þeir eru gjörðir eður þeim haldið við, þá á að nefna hlandforir,
traðargarða, kvíar, stekki, flóruð og girt haugstœði m. fl., sje nokkuð verulegt manna-
verk á þeim, hvort jörðunni tilheyrir meltak, skdgar, rekafjara, grasatekja, sölfatekja, mó-
tak, þang til eldneytis, eggvarp, dúntekja, veiði, og enn fremur, hvornig hagar eru sum-
ar og vetur, hve margar skepnur hafi verið hafðar á jörðunni, hvort eigi hafi vantað á-
burð á túnið, í hvaða ástandi engjar og aðrar utantúnsslœgjur sjeu, og ber að öllu sam-
töldu að skýra frá sjerhverju því atviki, sem getur miðað til að skýra hugmyndina um,
hvernig góð ábúð þurfi að vera á henni, hvað gjöra þurfi til þess hún haldist í góðri
rœkt, og hve mörg vinnuhjú þurfi að hafa til að vinna upp tún og engjar,
3, Loksins eiga úttektarmennirnir að skoða kúgildi þau, sem leigð eru moðjörð-
unni, skýra frá aldri kúgildis-kúa og ásauðar, og hvort hver skepna sje í leigufœru standi.
b, Nú eru úttektarmenn kvaddir til að skoða jörð við fráför leiguliða, og þá er
annaðhvort annar leiguliði eður oigandinn flytur að jörðunni, og skulu þeir þá hafa fyrir
sjer byggingarbrjef hins fráfarandi leiguliða og úttekt þá, er fór fram, þegar hann tók viö
jörðunni, og bor þeira auk þess að lýsa jörðinni, eins og að fraraan er sagt undir a, 1.
að bera ástand hennar, sem nú er, saman við ástand hennar eins og því er lýst í eldri
úttektum, og eins og það ætti að vera samkvæmt byggingarbrjefinu. Getur þá orðið
spurning um annaðhvort álag handa þeim, er við jörðunni tekur, eða uppbót handa þeim
or frá henni fer.
1. fegar meta skal jarðarálag ber að taka til greina ábúðarskyldur leiguliða, eins
og þær eru áskildar í byggingarskilmálunum eða ákveðnar í lögum. Samkvæmt lands-
loigubálki Jónsbókar og síðari lögum ermaður skyldur að halda uppi húsum þeim öllum,
or þá voru, er hann til jarðar kom, ábyrgjast fyrningu á þeim og byggja þau upp á
eiginn kostnað. Að því leyti hús jarðarinnar eru ekki nýbyggð og í gildu standi,
skal meta álag á þau, hvert út af fyrir sig, svo að landsdrottinn fær ekki að eins skaða
þann bœttan, er leiðir af illri eða hirðulausri meðferð leiguliða, heldur og fyrning þess
sem leigt er. Á sama hátt skal meta skemmdir og fyrningu á öðrum mannvirkjum jarð-
arinnar, ef íeiguliði or skyldur að halda þeim við. Svo skal og meta rœkt á túnum og
ongjum og meðferð og umhirðingu ú innstœðu-kúgildum jarðarinnar og hlunnindum þeim,
er henni fylgja. Fyrir hvað eina, er vantar á, að hús eða önnur mannvirki jarðarinnar
verði talin leigufœr og ófyrnd, skal gjöra hinum frúfarandi leiguliða álag.
2. Komist úttektarmenn að þeirri niðurstöðu, að jörðin, mannvirki ]>au, sem á
honni oru, eður leigufjeð sje nú allt, eður nokkuð afþví, í töluvert betra standi, en þá er
landsetinn kom að jörðunni, eiga þoir eins að mota þær endurbœtur, sem jörðin m. m.
þannig hofir tekið, frá því hún síðast var tekin út, og um loið kveða upp álit sitt um
það, hvort leiguliðinn þannig hafi tilkall til þokkabótar fyrir endurbœtur á jörðunni eður
L