Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Qupperneq 172
1880
162
ION
25. okt.
í brjefi mínu frá 20. júní 1878 (stjórnartíðindi B. 101) hafði í fardögum 1877 fluzt úr
Engihlíðarhreppi inn í Vindhælishrepp, var honum næsta fardagaár þar á eptir, 1877 til
78, veittur sjer og hyski sínu til lífsframdráttar 92 kr 58 a sveitarstyrkur, og fór þá
hreppsnefndin í Vindhælishreppi 9 ágúst 1878 þvf á flot við sýslumanninn í Húnavatns-
sýslu, að Engihlíðarhreppur yrði skyldaður til að endurgjalda Vindhælishreppi þennati
kostnað; en 18 júní 1879 úrskurðaði sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu samkvæmt því, er
áður hafði komið fram í þessu máli af hendi Engihlíðarhrepps, að Hjörtur væri sveitlægur í
Vindhælishreppi, og þenna úrskurð hafið þjer, herra amtmaður, staðfest 16 marz þ. á; en
Vindhælishreppur hefir aptur á móti áfrýjað úrskurði yðar hingað.
Fyrir því skal yður, horra amtmaður, tjáð til þóknanlegrar leiðbeiningar og birt-
ingar það, er nú segir.
Enginn vafi er um það, að hlutaðeigandi fátœklingur, þegar hann fluttist í far-
dögum 1877 úr Engihlíðarhreppi, var búinn að dvelja þar í sveit 10 ár að frátöldum 3.
vilcna tíma nokkru eptir fráfœrur 1876, er hann reyndi að koma sjer niður á jörðunni
Núp í Víndhælishreppi. Á þessari tilraun stóð svo, að Hjörtur hafði fardagaárið 1876-77
löglegan ábúðarrjett að jörðunni Illugastöðum í Engihlíðarhreppi; en þegar fór að líða
að fardögum 1876, fjekk hreppsnefndaroddvitinn fyrst Hjört til að játa sig hafa þegið
svoitarstyrk, og síðan líklega af því að það þótti vafasamt, hvort þetta lán myndi verða
álitinn löglegur sveitarstyrkur (sbr. úrskurð minn stjórnartíð. 1878 B 101) útvcgaði hann
Hirti byggingarbrjef frá bónda í Skagatirði fyrir jörðunni Núp. Hreppsnefndarmaður
foerði Hirti þetta byggingarbrjef, og eptir að Hirti hafði verið gefin von um að fá alla
jörðina Núp til byggingar, og oddviti hreppsnefndarinnar þaraðauki hafði lofað honum
6 ám, ef liann vildi flytja þangað, fjekkst hann til að rita undir byggíngarbrjelið og síðau
útveguðu 2 hreppsnefndarmenn hesta þá, erþurfti að hafa til llutnings Hjartar frá Illuga-
stöðum að Núpi, og hjálpuðu honum við þenna flutning. Ura leið og þessi flutningur
átti sjer stað, fór fram úttekt á Illugastöðum, og ritaði Hjörtur einnig undir hana. En
nú reyndist, að bóndi sá, er byggt hafði Hirti jörðina Núp, hafði ekki haft byggingarráð
á jörðunni það fardagaár, en að þar á móti hreppsnofndin í Víndhælishreppi hafði jörðina
til byggingar handa ekkju, er þáði þar af sveit, og eptir að tilraun, sem Hjörtur gjörði til
að fá ekkjuna til að flytja af jörðunni með því að láta hana fá nokkuð af þeirri tilgjöf,
er hann hafði fengið frá oddvita Engihlíðarhrepps, hafði farizt fyrir sökum þess, að
hreppsnefndin í Vindhælishreppi vildi ekki fallast á þetta; vjelt hann burt aptur frá Núpi
eptir 3 vikna dvöl, og kom sjer niður á jörðunni Mýrarkoti í Engihlíðarhreppi.
Eptir málsástœðum þessum hefir dvöl Hjartar fyrir utan Engihlíðarhrepp um árið
1876 ekki haft þá festu, sem nauðsynlegt er til þess að sagt verði, að hann hafi fyrir
lullt og allt fiutt sig úr Eugihliðarhreppi, þegar hann fór að Núpi. Hann byrjaði far-
dagaárið 1876—77 með þeim ásetningi að halda áfram búskap sínum á Illugastöðum það
fardagaár. |>að var að eins fyrir fortölur hreppsnefndar Engihlíðarhrepps, að hann ljot
tilleiðast til að llytja sig að Núpi; en ekkert hefir komið fram, sem veikir skýrslu hans
um, að samþykki hans til þessa flutnings hafi verið bundið því skilyrði, að hann fengi
byggingarráð frá rjettum hlutaðeiganda að allri jörðunni Núp; sjerílagi virðist undirskript
hans undir byggingarbrjefið að Núp, sem einmitt heimilar honum alla þessa jörð, og undir
úttektina á Illugastöðum ekki að koma í bága við þessa skýrslu hans, Honum tókst nú
aldrei að fá allan Núpinn til ábúðar, og flutningur hans hið nefnda sumar var því í
rauninni aðeins frá jörðinni Ulugastöðum I Engihlíðarhreppi að jörðunni Myrarkoti í sama
hreppi, fyrst þar fjekk hann fasta dvöl eptir að hafa farið frá Ulugastöðum, og því síður