Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 18

Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 18
6 Orð og tunga sem ég ætla að hafa um nokkur orð, þótt það efni verði rætt betur hér á eftir. Þessar ákvarðanir voru einkum tvennskonar. Annarsvegar er 10 ætlað ákveðið málræktarhlutverk í samræmi við opinbera eða hálfopinbera málstefnu í landinu, hvort sem menn vilja kalla þá stefnu þjóðlega mál- rækt eða útúrborulegan púrítanisma. Héðan spretta óhjákvæmilega leiðbeiningar um „æskilega" málnotkun, eða að minnsta kosti ábendingar um það sem í málsamfélaginu er talin „óæskileg" málnotkun. Þessu fylgir líka íhaldsöm afstaða til orða úr öðrum málum sem ekki hafa unnið sér sess sem tökuorð (,,framandorða“), hvort sem um er að ræða slangurslettur eða alþjóðaorð úr menntamannamáli. Hinsvegar er í IO litið svo á að íslensk tunga sé ein og órofa heild frá Eddu til Bjarkar. Hún byggir á þeirri þjóðlegu hugmyndafræði sem best verður lýst með samlíkingu við ritgerð Nordals um samhengið í íslenskum bókmenntum (1924), — að íslensk tunga forn og ný sé hin sama og málstigin ýmsu í órofa tengslum hvert við annað, og því eðlilegt að almenn orðabók nái til þeirra allra fyrr og síðar þótt mest áhersla sé lögð á samtímann. Þessi hugmyndafræði skapast auðvitað ekki á fræðilegum forsendum einum saman heldur verður hún til í ákveðnu félagssamhengi og á sér pólitískar rætur. Við vitum að margt skilur forntungu og nútímamál hversu mjög sem Islendingar hrósa sér af að geta lesið Njálu og Laxdælu einsog þær koma af skepnunni. Samhengisstefnan veldur því talsverðum vanda í almennri orðabók, til dæmis við skýringar og skipan þeirra, og hreinlega við stafsetningu, og því hefur verið haldið fram, meðal annars í þörfum ritdómi Jóns Hilmars Jónssonar (1985), að í orðabók af þessari stærð hljóti samhengissjónarmiðið að leiða til þess að þrengi að nútímamálinu. Þegar horft er til þess að í 10 eru alls tæplega tíu þúsund krossar sem tákna „fornt eða úrelt mál, óbundið“ og að auki rúmlega þrjú þúsund stjörnur sem tákna „skáldamál, gamalt og nýtt“ þá er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að grisja bókina verulega og miða nýja útgáfu nánast eingöngu við nútímamál. Sú aðferð gæfi sennilega færi á betri fræðilegum vinnubrögðum, og gæti leitt til skýrari og fyllri mállýsingar. Hinsvegar koma einnig upp áleitnar fræðilegar, málfé- lagslegar og praktískar spumingar við skiptingu íslenskrar tungu og íslensks orðaforða í nútímamál og fornmál. Hvar endar „nútímamál“ í hina áttina? Slík skil em afar vand- mörkuð. Hægt er að setja einstök orð útaf sakramentinu en önnur eru vandskýrð ef tillit er ekki tekið til hins sögulega bakgmnns. Samhengishugmyndafræðin byggir eftir allt saman á nokkuð traustum grunni, og þar við bætist að bæði sú kenning og aldagömul þjóðernishreyfing að baki henni hafa haft veruleg áhrif á málið sjálft. Fornmálið er stöðugur aflvaki og orðabanki samtíma-málnotenda, og gamlir textar eru í sífelldum lestri í skólakerfinu og meðal almennings. Enda byggja hugmyndir málsamfélagsins um gott mál og fagurt með réttu eða röngu á því að beitendur þess standi föstum fótum í máli fyrri alda. Orðabók sem reynir að spanna allt málið einsog sú sem hér er um rætt er því einfaldlega í betra samræmi við sjálfsmynd málnotenda en orðabók sem byggist á stífri skiptingu málstiga, — hvað sem einstakir fræðimenn eða tískur kunna að hafa um það að segja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.