Orð og tunga - 01.06.1998, Page 31
Jón Hilmar Jónsson: Glíman við orðasamböndin
19
í ÍO. Að vissu marki eru þau látin skera sig úr sem efnisatriði í orðsgreininni, einkum
á merkingarlegum grundvelli, þar sem sérstakt merki, tvíkross, er haft sem eins konar
mörkunartákn um yfirfærða merkingu (afleidda eða huglæga merkingu, eins og það
er kallað í skýringum á merkjum fremst í bókinni). Sums staðar er merkið haft með
yfirskrift heils kafla eða töluliðarmeð margs konar samböndum:
2 vaða ...5 # í ýmsum samböndum: láta allt v. segja hvað sem vera skal
horn .. .5 # ýmsar merkingar: harður íh. að taka harðskeyttur viðfangs ...
Annars staðar bregður því fyrir með orðasamböndum inni í kafla, án þess að skýrt sé
tekið fram til hvaða sambanda það tekur:
fingur ...fimm f. á hvorri hendi; # leika við hvern sinnf. vera mjög kátur;
fetta (fœra) f. út í e-ð finna að e-u ...
Og það getur líka auðkennt eitt stakt orðtak innan orðsgreinarinnar:
akur ...# fara eins og logi yfir a. breiðast út mjög hratt (um frétt, farsótt
o.fl.) ...
En merkið er ekki aðeins látið auðkenna orðasambönd sem bundin eru yfirfærðri merk-
ingu, heldur er það einnig tengt við einstök merkingarafbrigði orðasambanda, og m.a.s.
merkingarafbrigði flettiorðanna sjálfra, ef því er að skipta:
bak .. .breiður um b-ið herðabreiður, # framúrskarandi
árekstur .. .# andstæður, deila, viðureign: hagsmunaárekstur
— og það jafnvel þótt aðeins sé einni merkingu til að dreifa:
Akkilesarhæll k # veikur staður
Orðtökum og öðrum föstum orðasamböndum er þannig illa markaður staður í orða-
bókartextanum og þegar á heildinaer litið má segja að jafnan sé litið á slík orðasambönd
sem efnisþátt í lýsingu flettiorðsins fremur en sjálfstæðar einingar. Þessi afstaða verður
hvað skýrust þegar litið er til orðsgreina, þar sem flettiorðið hefur í sjálfu sér ekki annað
gildi en að veita aðgang að orðtaki: hafa asklokfyrir himin, hafa ekki slitið barnskónum
(barnskóm). Hér er búið um hnútana eins og um fullgilt sjálfstætt orð sé að ræða með
því að tilgreina merkingarskýringu við bæði flettiorðin, asklok og barnsskór:
asklok H lok á aski; # hafa a.fyrir himin vera þröngsýnn, sjá ekki út fyrir
brauðstritið
barnsskór k skór á barn; # hafa ekki slitið bamskónum (barnskóm) vera
mjög ungur