Orð og tunga - 01.06.1998, Page 32

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 32
20 Orð og tunga I lýsingu efnismikilla og setningarlega margbrotinna sagna er orðsgreinin að jafnaði tvískipt, fyrst fer merkingargreind lýsing en þar á eftir eru fylgiorð sagnarinnai' látin ráða ferðinni, þar sem hvert fylgiorð sameinar ýmis orðasambönd. í þessum hluta eru orðtök innan um og saman við án þess að um það sé hirt að auðkenna þau sérstaklega á þann hátt sem ég nefndi áðan. Meginhlutverk tvíkrossins virðist því að marka skil í orðsgreininni þegar aðrar leiðir þykja ekki færar, fremur en að vera fast aðgangstákn orðtaka og yfirfærðrar merkingar, þegar önnur skilamerki bjóðast er hans ekki talin þörf (sbr. einnig Jón Hilmar Jónsson 1985:194-195). En vandinn við meðferð orðtaka er ekki aðeins bundinn stöðu þeirra innan orðs- greinarinnar, það þarf einnig að huga að því með hvaða flettiorðum þau eiga að birtast. Forvitnilegt er að athuga hvaða háttur er hafður á í þessu efni í ÍO. Ég hef ekki gefið mér tíma til að kanna þetta til hlítar og bendi á að tölvunni er betur treystandi fyrir slíku verkefni, en þær athuganir sem ég hef gert á orðabókartextanum nánast af handahófi leiða í ljós að orðtökin birtast gjama undir fleiri en einu flettiorði: vaða reyk (undir reykur og vaða) vita hvorki í þennan heim né annan (undir heimur og vita) vera við rúmið (undir vera -við og við) leggja gjörva hönd á margt (undir hönd) leggja gerva/gjörva hönd á margt (undir ger) þar skall hurð nærri hælum (undir hurð) þar skall hurð nærri hælum (hjó nærri hæl) (undir hæll) uppi í skýjunum (undir uppi) vera uppi í skýjunum (undirský) e-ð fer fyrir ofan garð og neðan (fyrir ofan höfuð og neðan fætur) hjá e-m (undirfara -fyrir) fara fyrir ofan garð og neðan (hjá e-m) (undir garður) Og þrítekningar koma líka fyrir: hitta naglann á höfuðið (undir hitta, höfuð og nagli) fara villur vegar (undir fara og villur) villur vegar (undir vegur) vaða ofan í e-n með skítuga skóna (á skítugum skónum) (undir skítugur) vaða ofan í e-n með skítinn á skónum (á skítugum skónum) (undir skór) vaða ofan í e-n (með skítuga skóna/skítinn á skónum) (undir vaða)

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.