Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 53

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 53
Krístín Bjarnadóttir: Orðaforði í skýringum 41 sem notaðar voru við vinnuna við íslenska orðabókarstofninn sem áður var minnst á. Tölur um stafkaflann A eru þessar: Tafla 2: Skýringarorð sem byrja á A í ÍO: Orð sem byrja á A í skýringarorðaforðanum í IO 1.995 100% Skýringarorð sem ekki voru flettur í ÍO 820 41% Skýringarorð sem ekki voru flettur í ÍO en höfðu flettugildi í íslenska orðabókarstofninum 208 10% Skýringarorð sem ekki voru flettur í IO en voru tal- in mynduð með virkum orðmyndunarreglum í íslenska orðabókarstofninum 175 9% Skýringarorð sem ekki voru flettur í ÍO og var ekki að finna í íslenska orðabókarstofninum 437 22% Alls eru skýringarorðin sem hefjast á A í ÍO 1.995 og 41% þeirra voru ekki flettiorð í bókinni. Þessi tala er örlítið lægri en meðaltal úr vélrænum samanburði fyrir bókina alla en sveiflur milli stafkafla eru nokkrar og hér hefur verið farið yfir hvert einstakt orð og talan leiðrétt í samræmi við það. Síðan voru þessi orð borin saman við íslenska orðabókarstofninn en þar eru orð merkt eftir því hvort ástæða þykir til þess að gera þau að flettiorðum. Tölurnar í þriðju línu í töflunni benda til þess að ástæða sé til að bæta við 208 flettiorðum úr A-inu í ÍO eða 10% af heildarskýringarorðafjöldanum. Ef orð sem mynduð eru með virkum orðmyndunarreglum eiga ekki að vera flettiorð ætti hins vegar að vera óhætt að sleppa orðunum 175 sem eru næstneðst í töflunni eða 9% af heildarskýringarorðaforðanum. Loks athugaði ég afganginn sem þá var eftir, orðin 437 sem hvorki var að finna sem flettiorð í ÍO né í íslenska orðabókarstofninum. Niðurstaðan var sú að aðeins 41 af þessum orðum gætu hugsanlega átt að vera flettiorð eða aðeins 2% af heildarskýringarorðafjöldanum. Þar með er niðurstaðan orðin sú að víst þurfi að bæta við verulegum fjölda flettiorða ef gera á skýringarorðaforðanum skil en í stað þess að það séu 42% af skýringarorðaforðanum eru það einungis 12%. Munurinn er allnokkur; í stað ríflega 22.300 nýrra flettiorðaer talan þá komin niður í u.þ.b. 6.300. Þessar tölur miðast að sjálfsögðu við það að skýringar í bókinni séu óbreyttar frá því sem nú er. 9 Lokaorð Hér hefur verið sagt frá samanburði á flettiorðum og skýringarorðaforðanum í IO eins og hann er nú. Við endurskoðun bókarinnar þarf á einhverju stigi að fara vandlega yfir allar skýringar og víst er að þar þarf að endurbæta margt. Við þá vinnu þarf að hafa í huga hvaða stefna á að vera ríkjandi í mótun skýringarorðaforðans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.