Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 66

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 66
54 Orð og tunga II Svarið við þeirri spurningu, hvort almenn orðabók geti gegnt málræktarhlutverki, er afdráttarlaustjá. Svo byrjað sé á byrjuninni væri hægt að segja að höfundur og útgefandi sinntu málrækt með því í sjálfu sér að taka þá ákvörðun að gefa út íslenska orðabók; frá sjónarhóli einhverra er kannski ekki alveg sjálfsagt mál að því dýra brölti sé sinnt í litlu málsamfélagi eins og okkar. Þeir sem hér eru saman komnir geta hins vegar líklega tæpast hugsað sér þetta málsamfélag orðabókarlaust. En svo að vikið sé að sjálfri orðabókinni þá rakti ég hér á undan hvernig málrækt birtist í þeirri iðju þegar orðaforðinn er skrásettur, skýrður og gerður aðgengilegur almenningi í bók. Ef spurt er um mat á ýmsum atriðum í málfari eða hvernig gert er upp á milli orða við val flettiorða (þ.e. ef málvöndunarþátturinn í málræktarhugtakinu er sérstaklega dreginn fram) þá er einnig auðvelt að benda á fordæmi fyrir því, t.d. í IO 1983 þar sem allvíða kemur fram tilhneiging til málfarslegra leiðbeininga og mat höfundarins er ekki langt undan. Til að sýna augljóst dæmi má nefna að þar er hluti orðaforðans merktur með tákni sem þýðir eftirfarandi skv. lýsingu ritstjóra: „vont mál, orð eða merking sem forðast ber í íslensku (yfirleitt aðeins sett þar sem betra orð er sýnt í skýringu)" (XIV). III Næsta spurning er hvort almenn íslensk orðabók eigi að gegna málræktarhlutverki. í ljósi þess sem ég sagði áðan er slíkt hlutverk eiginlega sjálfgefið í víðum skilningi málræktarhugtaksins. Hér er m.a. til umræðu það grundvallaratriði hvort orðabókin á að vera bara lýsandi eða einnig vísandi. Eg held að orðabókin komist ekki hjá því að vera hvort tveggja í senn og ræði það betur hér á eftir. Almenn athugasemd, sem gera má áður en lengra er haldið, er kannski sú að allir orðabókarhöfundar velja og hafna, það er ekki til algerlega hlutlægur orðabókarhöfundur þótt hann geti lagt niður fyrir sér í talsvert miklum smáatriðum hvaða heildarlínum skuli farið eftir. Ætli ákvörðun um þær línur sé ekki líka huglæg þegar öllu er á botninn hvolft? Hér er engrar undankomu auðið. Þar að auki er ritstjóri sjálfur á vissan hátt að setja mikilsvert fordæmi um málnotkun, þótt ekki sé annað, einfaldlega í því hvernig hann orðar skýringargreinar sínar. Þar getur hann eftir atvikum rækt málræktarhlutverk eða vanrækt það eftir því hvernig honum tekst til. I stað þess að spyrjahvort almenn íslensk orðabók eigi að gegna málræktarhlutverki væri e.t.v. nær að spyrja hve langt ætlunin sé að ganga, hve mikla áherslu skuli leggja á málræktarþáttinn í ritstjórninni og þá nánar til tekið á málvöndunar- og/eða málhreins- unarþætti málræktarhugtaksins. Þetta verður útgefandi og höfundur að vega og meta enda varðar þetta grundvallarhugmyndina um eðli verksins; hvers konar bók verið er að setja saman og fyrir hvaða notendur. Eg held að það sé örugglega markaður hér á landi fyrir orðabók þar sem notendur fá einhvers konar leiðbeiningar um málnotkun og jafnvel miklar leiðbeiningar. Þótt ég hafi ekki gert á þessu markaðskönnun leyfi ég mér að halda þessu fram. Fólk, sem kaupir íslenska orðabók, notar hana ekki síst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.