Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 67

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 67
Ari Páll Kristinsson: Málræktarhlutverk almennrar íslenskrar orðabókar 55 við skriftir og getur því oft þurft á því að halda að vita hvernig aðrir líta á álitamál í málfari; hvort þetta eða hitt sé metið sem gott eða vont mál í því málsniði sem um ræðir. Flestar spurningar snúast líkast til um það málsnið sem hæfir ritmáli til birtingar eða formlegu talmáli. Þeir sem fá ekki leiðsögn um slíkt í orðabókinni sinni þurfa þá að leita annað eftir henni. Því ættu ritstjórar og útgefendur íslenskrar orðabókar ekki að reyna að sinna þessu verkefni? Þegar málfarslegum leiðbeiningum er komið að í almennri íslenskri orðabók er óþarfi að líta svo á að þar sé „menningarstofnunin“ að troða mati sínu upp á einhverja sem ekki hafa á því áhuga. Nær væri að segja að hér sé um að ræða þjónustu sem notendum bókarinnar stendur til boða. Þeir sem láta sér í léttu rúmi liggja hvort málnotkun þeirra fylgir hefðum samfélagsins um mat á góðu og slæmu málfari eða ekki eru fremur ólíklegir til að fletta slíku upp í orðabók hvort eð er til að leita sér leiðbeiningar. Þeir mundu þá fremur nota bókina einungis til að fletta upp merkingu orða sem þeir rekast á o.s.frv. Málvöndunarþáttur íslenskrar orðabókar ætti því ekki að þurfa að þvælast fyrir annarri notkun ef svo má segja. Þó veldur hver á heldur. Ekki má gleyma því að mat á málfari er vandasamt og hyggilegra að fara með löndum. Einstaklingssmekkur ætti ekki að ráða of miklu. Reyndar vill til að öfgalaus og hófsöm málhreinsunar- og málverndarstefna nýtur stuðnings alls þorra þjóðarinnar, að því er séð verður, svo að ólíklegt er að ritstjórar lendi í meiri háttar illdeilum eða þjóðin klofni í þessum efnum. Ef hægt er að tala um niðurstöðu hjá mér um þessa spurningu er hún væntanlega á þá leið að þjóðin vilji líkast til kaupa, eiga og nota orðabók þar sem einhvers konar mat á málfari er að finna; spurning hins vegar hversu áberandi þáttur þetta ætti að vera í almennri íslenskri orðabók. Það getur m.a. farið eftir því hvaða framboð er á slíku efni á markaði hér. Ef til vill mætti hugsa sér að almenn íslensk orðabók þyrfti ekki eins mikið að taka á málvöndunarþáttum ef þeim væru gerð ýtarleg skil í öðrum bókum á markaði og þá e.t.v. sérstökum orðabókum með málfarsleiðbein- ingum. Það er sem sé ekki fyrir fram sjálfgefið mál að almenn íslensk orðabók leggi ofuráherslu á málvöndunar- eða málfarsleiðbeiningaþáttinn í þessum skilningi, þ.e. ef þess má vænta að notendur hafi aðgang að slíku efni í sérstökum öflugum orðabókum eða handbókum, sérstaklega ef um er að ræða traust og viðamikil rit sambærileg að vöxtum við t.d. Orðastað eða Merg málsins. En hvað sem annarri útgáfu líður munu notendur ávallt líta til almennrar íslenskrar orðabókar sem fyrirmyndar auk þess sem notendur hafa ekki nærri alltaf tiltækarbestu bækur á hverju notkunarsviði og þeir láta sér því nægja það sem hendi er næst. Frá sjónarhóli notandans er ákjósanlegt að hafa aðgang að sem flestum mikilvægum upplýsingum á sama stað og það á ekki síst við um leiðbeinandi atriði af því tagi sem hér um ræðir. Almenn íslensk orðabók getur aldrei skotið sér undan þessu hlutverki með öllu í okkar málsamfélagi. Það væri líklega alveg sama hve vandlega væri tekið fram í formála hvaða öðru hlutverki slík stórbók ætti að gegna að mati höfunda, margir notendur ættu eftir að gera hana að Biblíu sinni eftir eigin hugmyndum og hentugleikum. Eftir því sem Valerij Berkov hélt fram á fundi á vegum íslenska málfræðifélagsins 3. október 1997 (sjá bls. 61 í þessu hefti) les aldrei nokkur maður það sem stendur í formála orðabóka og þar mælti maður af langri reynslu og að því er virtist svolítið biturri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.