Orð og tunga - 01.06.1998, Side 71

Orð og tunga - 01.06.1998, Side 71
Ari Páll Krístinsson: Málræktarhlutverk almennrar íslenskrar orðabókar 59 málvenju á þessu afmarkaða sviði. Ég hallast helst að millileiðinni, í líkingu við þá sem ÍO 1983 fer við so. vanta, þ.e. að greina frá bæði þolfalls- og þágufallsnotkun, þar sem þeirri síðarnefndu fylgdi einhvers konar athugasemd eða vamaðarorð um takmarkað notkunarsvið. Stafsetning. Vitaskuld verður að ætlast til þess að einungis ritháttur, sem samrýmist gildandi auglýsingum menntamálaráðuneytisins, sé notaður í almennri íslenskri orða- bók og óþarfi að fjölyrða um það. Hitt er annað mál að í ýmsum greinum er ritháttur valfrjáls. Það á ekki síst við um reglur um eitt og tvö orð og um lítinn og stóran staf. Almenn orðabók er auðvitað ekki réttritunarorðabók í venjulegum skilningi og við höfum aðgang að Réttrítunarorðabók íslenskrar málnefndar og Námsgagnastofnunar í ritstjóm Baldurs Jónssonar og fleiri bókum. Þeir sem hafa slflcar bækur við höndina þurfa ekki að velkjast í vafa um hvaða kostir koma til greina í stafsetningu en ég held að það væri til bóta við endurskoðun ÍO 1983 að taka svolítið betur á þessum þætti; sýna t.d. að alls konar megi hvort heldur er rita í einu eða tveimur orðum o.s.frv. (í ÍO 1983 er notaður rithátturinn allskonar en ekki alls konar (orðasambandið alls konar er ekki heldur að finna undir flettiorðinu allur) og svo er á hinn bóginn sýndur rithátturinn annars konar en ritháttinn annarskonar er hvergi að finna.) Aður en sagt er skilið við réttritunarþáttinn vil ég taka fram og gera að lokaorðum að mér finnst sjálfsagt að rétt íslensk stafrófsröð verði virt í næstu útgáfu ÍO.

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.