Orð og tunga - 01.06.2005, Page 9
Formáli ritstjóra
Orð og tunga kemur nú út í sjöunda sinn en með breyttu sniði. Tíma-
ritið mun eftir sem áður birta greinar á fræðasviði stofnunarinnar,
einkum um orðabækur og orðabókafræði, en einnig um hvers kyns
orðfræði, einkenni og sögu íslensks orðaforða. Sú breyting hefur ver-
ið gerð að ritið verður framvegis ritrýnt en það felur í sér að greinar
verða lesnar af ónafngreindum sérfræðingum sem gera athugasemdir
um efni og stíl en ritstjórn tekur síðan afstöðu til birtingar. Framveg-
is verður ritið ársrit og er stefnt að því að það komi út síðla hausts á
hverju ári. í ritstjórn sitja ásamt ritstjóra Ásta Svavarsdóttir, Jón Hilm-
ar Jónsson og Veturliði Óskarsson.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að hluti efnis í hverjum árgangi
er bundinn ákveðnu þema sem rætt hefur verið á málstofu á vegum
stofnunarinnar. Þema þessa heftis var rætt á málstofu, sem fram fór
30. apríl 2004, undir heitinu íslenskur orðaforði í íslensk-erlendum orða-
bókum - sjónarmið við afmörkun og orðaval. Þau sem fluttu erindi voru
Aðalsteinn Eyþórsson, Christopher Sanders, Dóra Hafsteinsdóttir og
Jón Hilmar Jónsson og birtast í þessu hefti þrjár greinar unnar upp úr
erindunum.
Auk þemagreinanna birtast í heftinu þrjár greinar um orðfræðileg
efni eftir Erlu Erlendsdóttur, Jón Axel Harðarson og Margréti Jóns-
dóttur.
Framvegis er ætlunin að birta ritdóma um orðabækur og önnur
rit orðfræðilegs efnis en einnig umsagnir um bækur og bókafregnir ef
tilefni gefast til. í þessu hefti skrifa Jóhannes Gísli Jónsson og Veturliði
Óskarsson umsagnir um fimm bækur.
Allur undirbúningur undir prentun Orðs og tungu fór fram á Orða-
bók Háskólans og var það verk í höndum Bessa Aðalsteinssonar. Um
vii