Orð og tunga - 01.06.2005, Page 14

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 14
12 Orð og tunga umfjöllunarefnum - þótt því fylgi viss áhætta þar eð lélegra mál gæti slæðst með - og dálítið af sérfræðilegra efni, einkum því sem lýtur að lögfræði og stjórnsýslu (Zgusta 1971:226). Einhverjum kann að þykja þetta óvísindaleg ef ekki fordómafull afstaða sem reiðir sig um of á smekk „hinna bestu manna". Þá er rétt að minna á að með þessari að- ferð hafa verið búnar til orðabækur sem þóttu vel brúklegar, jafnvel afbragðsgóðar á sinna tíma vísu, og sumar þykja enn standa vel fyrir sínu. Þegar efni er safnað með þessum hætti má búast við að það fágæta og sérkennilega, það sem vekur athygli orðtökumannsins, sé ekki síð- ur líklegt til að rata á seðil en það sem er algengt og hversdagslegt, enda er jafnan brýnt fyrir mönnum í leiðbeiningum að vera vakandi fyrir nýmælum eða óvenjulegri orðanotkun. Tilgangur orðtökunnar er ekki einungis að safna nægilega mörgum orðum (og þeim réttu auðvitað) heldur líka að safna vitnisburði um helstu tilbrigði í notkun orðanna og því má búast við að seðlafjöldi fyrir einstök orð ráðist af fjölbreytni í notkun þeirra fremur en tíðni í lesnum textum. Þegar tölvutækni færðist í aukana á seinni hluta síðustu aldar kom til sögunnar ný aðferð til að safna efni til orðabóka, þ.e. vélræn leit eða smölun úr rafrænum textum. Fyrstu rafrænu textasöfnin voru bæði lítil og ljót á mælikvarða nútímans, textarnir voru einhæfir og tæknin klunnaleg, enda hlutu þau í fyrstu ekki mikla hylli hjá orðabókafólki. Framfarir á þessu sviði hafa hins vegar verið stórstígar og nú þyk- ir sjálfsagt að nýjar orðabækur styðjist að verulegu leyti við rafræna orðasmölun af einhverju tagi. Lestur og orðtaka með gamla laginu hefur jafnframt látið mjög undan síga enda þykir véltæknin hafa um- talsverða yfirburði. í því sambandi eru m.a. nefndir eftirfarandi kostir: • Aukin afköst: Með vélrænni orðasöfnun er unnt er að komast yfir margfalt meira efni á margfalt styttri tíma. • Vélin lætur ekkert fram hjá sér fara, sú hætta er úr sögunni að fordómar orðtökumanna eða andvaraleysi þeirra liti þá mynd sem gefin er af orðaforðanum. • Hægt er að safna sannfærandi gögnum um tíðni orða sem nota má til að afmarka orðaforða viðkomandi verks. Fleira mætti nefna en kjarni málsins er sá að notkun rafrænna texta- safna hefur þótt - og þykir - líklegri til að gefa raunsanna mynd af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.