Orð og tunga - 01.06.2005, Qupperneq 16

Orð og tunga - 01.06.2005, Qupperneq 16
14 Orð og tunga veru". Þar skipti mestu að textasafn væri staðgengt (e. representative), þ.e. að það væri raunsartnur fulltrúi þess sem átti að lýsa, nefnilega tungumálsins. Af staðgengu textasafni mátti draga ályktanir sem giltu fyrir tungumálið í heild. Þessi hugsanagangur er fenginn að láni úr fé- lagsvísindum og tölfræði, textasafnið er úrtak úr tungumálinu og get- ur skilað niðurstöðum sem gilda um tungumálið allt ef rétt er að mál- um staðið. Hér hefur þó hlaupið snurða á þráðinn í framfarasókninni því glöggir menn hafa bent á að tölfræðilega hliðin í þessu dæmi geng- ur ekki upp. Þegar tekið er úrtak, verður að liggja fyrir hvert þýðið er, þ.e. heildin sem úrtakið er dregið úr. Ella er ekki hægt að meta hvort úrtakið er staðgengt, þ.e. hvort það er sannur fulltrúi heildarinnar og þar með líklegt til að gefa marktækar niðurstöður. í tilviki textasafns- ins er þýðið tungumálið sjálft en þótt flestir þykist kaimast bærilega við það og jafnvel vita hvað það er, er það öldungis óskilgreind stærð í tölfræðilegu tilliti. Reyni menn að berja í brestina og skilgreina tungu- málið sem hvaðeina sem sagt er og skrifað af tilteknu fólki á tilteknu tímabili, bætir það lítið úr skák; það blasir við að engin leið er að fá sannar fréttir af stærð og samsetningu slíks mengis. Og þó svo að það væri mögulegt, virðist augljóst að öll textasöfn sem gerlegt er að setja saman teldust ónothæf sem úrtak. Þar nægir að benda á að það sem sagt er á íslensku (að ekki sé talað um útbreiddari mál) er margfalt meira að vöxtum en það sem er skrifað og staðgengt textasafn þyrfti því að samanstanda af töluðu máli fyrst og fremst. Þessar hremmingar hafa orðið til þess að menn hafa að mestu horfið frá hugmyndinni um staðgengi og tölfræðilega marktækni. í staðinn kom fram nýtt hug- tak, jafnvægt textasafn (e. balanced corpus). í því felst einkum að texta- valið á að vera fjölbreytt og í skynsamlegum hlutföllum án þess að til þess séu gerðar sérstakar tölfræðilegar kröfur. Auk þess að velja texta um fjölbreytt efni, leitast menn við að taka ýmsa aðra þætti með í reikninginn. Nefna má atriði sem lúta að höfundum texta, s.s. kyn þeirra, aldur, uppruna og félagslega stöðu, sambærilegar upplýsingar um ætlaða lesendur/viðtakendur textanna, miðilinn sem textinn birt- ist í o.s.frv. Um þetta liggja þó ekki fyrir neinar samræmdar eða sam- þykktar reglur og í rauninni við fátt að styðjast nema hugvitið þegar spurt er: Hvað eru skynsamleg hlutföll? Hvernig á að flokka texta? og fleira í þeim dúr. Þegar öllu er á botninn hvolft má kannski segja að rafræn textasöfn séu í eðli sínu ekki stórlega frábrugðin gömlu seðla- söfnunum; þau grundvallast á endanum á vali þess sem setur þau
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.