Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 17

Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 17
Aðalsteinn Eypórsson: Hver er kjarni orðaforðans? 15 saman og úrvinnsla þeirra krefst hyggjuvits og hugkvæmni, rétt eins og orðtaka og úrvinnsla seðlasafns. En hvað sem líður óvissu um „rétta" samsetningu textasafna verð- ur því ekki á móti mælt að með þeim tólum sem nú eru tiltæk til að draga fróðleik út úr rafrænum textum eru söfnin ómissandi í orða- bókagerð, bæði til viðmiðunar um val flettiorða og við sjálfa greining- una. Þau geta aflað manni gífurlega mikils fróðleiks með lítilli fyrir- höfn, þau geta afhjúpað athyglisverða hluti sem við fyrstu sýn virðast svo hversdagslegir að þeir vekja ekki athygli orðtökumanns - og þau gefa upplýsingar um tíðni og dreifingu sem eru illa fáanlegar úr öðr- um áttum. Helsti annmarki þeirra, einkum þegar þau gerast stór og efnismikil, er það sem kalla mætti ofgnótt upplýsinga, gögnin eru svo umfangsmikil að svörin sem þau gefa við spurningum verða fyrirferð- armeiri en svo að auðvelt sé við að eiga. Hér hefur verið dvalið nokkuð við kosti og galla tveggja aðferða við efnisöflun fyrir orðabækur, „handvirka" orðtöku og vélræna orða- smölun. Aðferðirnar tilheyra hvor sínum tíma og mismunur þeirra felst að nokkru leyti í ólíkri tækni. Meginmunurinn á þessum tveim- ur hefðum liggur þó e.t.v. fremur í þeim hugmyndum sem þær eru sprottnar úr og birtast einkum í viðhorfi til efniviðarins sem valið er úr. Annars vegar þeirri hefðbundnu orðtökustefnu sem lýst var hér að framan, hins vegar í hugmyndum um samsetningu textasafna. Eldri hefðin er mótuð af því viðhorfi að orðabækur eigi að leiðbeina um „rétta" málnotkun og vera heimild eða jafnvel hæstiréttur um það hvað tilheyrir staðalmáli. Sú yngri á rætur að rekja til annarra hug- mynda um mál og málfræði þar sem áhersla er lögð á að lýsa veruleik- anum, þ.e. tungumálinu eða orðaforðanum, á „hlutlausan" hátt líkt og tíðkast í raunvísindum. Raunar bendir ýmislegt til þess að „gamla" viðhorfið sé enn í fullu gildi í huga margra orðabókanotenda, þar má t.d. minna á þau hörðu viðbrögð sem það vakti er slanguryrði eins og sjitt voru tekin upp í nýja útgáfu íslenskrar orðabókar (2002). Af þessu sprettur ákveðin þverstæða í viðleitni nútímalegra orðabókahöfunda, þar sem viljinn til að gera notendum til hæfis tekst á við fræðilegan metnað til að lýsa tungumálinu eins og það er notað á hverjum tíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.