Orð og tunga - 01.06.2005, Page 23
Jón Hilmar Jónsson
Aðgangur og efnisskipan
í íslensk-erlendum orðabókum
— vandi og valkostir
1 Almennar forsendur hefðbundinna tvímála
orðabóka
Tvímála orðabækur eiga sér langa og rótgróna hefð og eru að lík-
indum sú orðabókartegund sem flestir kynnast, a.m.k. í upphafi. Þær
njóta þess hversu augljósri þörf þeim er ætlað að mæta, jafnvel hinar
einföldustu orðabækur þessarar tegundar geta þjónað notendum sín-
um prýðilega og komið að tilætluðu gagni þegar á þarf að halda.
Kröfuharðir notendur rekast þó fljótt á ýmsar takmarkanir slíkra orða-
bóka, sem reyndir orðabókarhöfundar þekkja vitaskuld enn betur og
hafa lengi þurft að glíma við. í fræðilegri umfjöllun um tvímála orða-
bækur hafa menn staðnæmst við ýmsar forsendur og sjónarmið sem
mótað hafa efnisskipan þeirra og framsetningu og virðast liggja að
bakiýmsumþeim vandamálum sem höfundar jafnt og notendur verða
varir við (sjá m.a. Anna Helga Hannesdóttir og Jón Hilmar Jónsson
2001: 68-69, Svensén 2004: 310-311, einnig Kromann, Riiber og Ros-
bach 1984 og 1991, svo og Berkov 1999). Hér verður leitast við að
greina ákveðnar hliðar þessa vanda, jafnframt því sem hugað verð-
ur að nýjum valkostum í framsetningu og efnisskipan. Viðfangsefn-
ið snertir ýmis grundvallareinkenni tvímála orðabóka, svo sem val
Orð og tunga 7 (2005), 21^40. © Orðabók Háskólans, Reykjavík.