Orð og tunga - 01.06.2005, Page 24
22
Orð og tunga
og skipan flettiorða, aðgangsleiðir að orðabókarlýsingunni, áherslu
á jafngildi málanna og hlutverk jafnheita, stöðu og hlutverk merk-
ingarþáttarins og hefðbundinn greinarmun einmála og tvímála orða-
bókarlýsingar.
I upphafi verður fjallað um nokkur megineinkenni tvímála orða-
bókarlýsingar og vikið að þeim vandamálum sem þar er við að glíma.
Með hliðsjón af þeirri umfjöllun verður síðan gerð grein fyrir hug-
myndum um framsetningu og efnisskipan sem miða að því að tryggja
fjölbreytilegri og virkari aðgang notenda að orðabókarlýsinguimi og
brugðið upp dæmum um fyrirkomulag slíkrar lýsingar. Þessar hug-
myndir eru m.a. í því fólgnar að nýta sjálfstætt einmála orðabókarefni
sem virkan stofn í þágu þeirra notenda sem nálgast viðfangsmálið (ís-
lensku í íslensk-erlendri orðabók) sem erlent mál og viðhafa greiningu
á efninu sem þjónar því markmiði.
1.1 Orðbundin lýsing og samanburður
I hefðbundinni tvímála orðabókarlýsingu er orðið grundvallareining í
a.m.k. þrennum skilningi. Gagnvart notandanum er það sá efnisþátt-
ur sem stýrir efnis- og upplýsingaleitinni, að honum á notandinn að
geta ratað beint og þaðan á að fást útsýn að því athugunarefni sem um
er að ræða hverju sinni. Orðið hefur jafnframt það hlutverk að binda
saman þau tungumál sem orðabókin lýsir, með því að stilla saman
orðum með samsvarandi eða sambærilegri merkingu. í þriðja lagi er
orðið sá afmörkunarþáttur sem mestu ræður, jafnt um efnisskil í orða-
bókartextanum sem um umfang orðabókarlýsingarinnar í heild.
Aðrir efnisþættir orðabókartextans eru að mestu eða öllu leyti
undirskipaðir þeim orðum sem mynda flettiorðaskrá orðabókarinnar.
Það gildir um ýmsar einingar viðfangsmálsins, orðasambönd af ýmsu
tagi sem gera þarf grein fyrir, setningarleg og önnur málfræðileg ein-
kenni orðanna og innbyrðis merkingarvensl. Þetta gildir þó vitaskuld
enn frekar um einingar markmálsins, þar sem orðaforði þess markast
af því hvaða orðaforði viðfangsmálsins kemur við sögu.
Þessi gjörólíka staða tungumálanna tveggja veldur því að mæli-
kvarðinn á efnismagn og gildi tvímála orðabóka beinist jafnan ein-
hliða að viðfangsmálinu og þá sérstaklega að þeim einingum þess sem
mynda umgjörð um lýsinguna, þ.e.a.s. flettiorðunum1. Einfalt er að
’Heitið viðfangsmál á við það tungumál í tví- eða margmála orðabók sem lýsing-