Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 25
Jón Hilmar Jónsson: Aðgangur og efnisskipan í ísl.-erl. orðabókum 23
tíunda hversu mörg flettiorð orðabókin hefur að geyma og nota það
atriði eftir atvikum sem mælikvarða á gildi verksins. Slíka mælingu
má svo tengja við flokkun orðaforðans og gera grein fyrir fyrirferð
einstakra orðflokka meðal flettiorðanna. Magntölur af þessu tagi gefa
hins vegar enga vísbendingu um það hversu mikið er lagt í lýsingu
markmálsins, hversu mikill og fjölbreyttur orðaforði þar kemur fram
o.s.frv. Þær segja heldur ekki til um á hvaða hátt gerð er grein fyrir
flettiorðunum, t.d. hvort orðin koma fram í föstum orðasamböndum,
orðastæðum og notkunardæmum, eða hversu langt er gengið í að-
greiningu merkingarbrigða.
í ljósi þessara aðstæðna er skiljanlegt að ákvörðun um fjölda fletti-
orða sé iðulega fyrsta skrefið á langri leið sem mörkuð er við upp-
haf orðabókarverks og með þeirri ákvörðun þykist menn hafa gefið til
kynna að hvers konar orðabók sé stefnt. En jafnframt er augljóst að sú
afmörkun ein og sér mótar aðeins að litlu leyti heildarsvip orðabók-
arverksins og er enginn mælikvarði á gildi þess nema í samhengi við
önnur einkenni.
1.2 Aðhald og jafnvægi í vali flettiorða
Val og afmörkun flettiorða er sannarlega erfitt og vandasamt viðfangs-
efni, hver sem orðabókin er. Án þess að tekið sé sérstakt tillit til hlut-
verks orðabókarinnar sem um ræðir og efnisþátta hennar að öðru leyti
verður ekki hjá því komist að takmarka á ýmsan hátt þann orðaforða
sem í boði er. Hitt er ekki síður vandasamt, að ná æskilegu jafnvægi
innan flettiorðaforðans, út frá því hlutverki sem orðabókin á að gegna
og þeim forsendum sem notendur hennar búa við. í tvímála orðabók-
um er þessi vandi að því leyti sérstakur að mikill hluti notenda kemur
að viðfangsmálinu sem erlendu máli og erfitt er að gera sér grein fyr-
ir þeim ólíku notkunarþörfum sem þar koma fram. Þessar aðstæður
kalla á margbreytilegan orðaforða, sem ekki takmarkast við almenn-
asta orðafar. Veruleg takmörkun flettiorðanna er því vandkvæðum
háð, og ólíkir takmörkunarþættir eiga misjafnlega vel við, eftir því til
hvaða notendahópa er hugsað.
íslensk-erlendar orðabækur eru háðar þessum aðstæðum ekki síð-
in beinist að (e. source language, kildesprák í norrænum málum). Tungumálið sem
viðfangsmálið er þýtt á nefnist markmál (e. target language, málprák í norrænum
málum).