Orð og tunga - 01.06.2005, Side 28
26
Orð og tunga
Fjölmörg orðasambönd eru þess eðlis að þau eiga naumast eða alls
ekki merkingarlega samleið með einstökum merkingarbrigðum þeirra
orða sem þau eru mynduð úr. I því sambandi má benda á að í Is-
lenskri orðabók (2002) er víða brugðið á það ráð að sameina fjölda orða-
sambanda í sérstökum lið innan orðsgreinarinnar með fyrirsögn eins
og „í ýmsum samböndum", „í ýmsum orðasamböndum", „í ýmsum
merkingum". í lýsingu sagnarinnarfylgja sameinar slíkur liður t.d. svo
merkingarlega ólík sambönd sem fylgja fé, fylgja fötum, láta kné fylgja
kviði og fylgja sér. Frá sjónarmiði notenda er sá meginágalli á þessu
fyrirkomulagi að orðasambönd sem þarna lenda eru úr tengslum við
allan skipulegan leitaraðgang og merkingarlega sundurgreiningu. Al-
mennt gildir engin röðunarregla innan liðarins sem auðveldar leit að
einstökum orðasamböndum, þótt orðasamböndin geti orðið fjölmörg
(sjá t.d. orðið steinn þar sem yfirskriftin „í ýmsum orðasamböndum"
tekur til rösklega 30 sambanda). Þó eru dæmi um skýra stafrófsröðun
í slíkum liðum, t.d.í orðinu auga. I „ofurstóru" flettiorðunum hönd og
fótur er svo enn ein tilhögunin, en þar er lýsingu orðasambanda sem
tengjast forsetningum og öðrum smáorðum skipt í aðgreinda kafla
með viðkomandi smáorð að fyrirsögn. Þau sambönd sem ekki ganga
inn í þá flokkun eru að mestu færð undir einstakar merkingarfyrir-
sagnir en að hluta til (undir fótur) höfð í sérstökum tölulið (undir fyr-
irsögninni „ýmsar merkingar í föstum samböndum").
Þetta fyrirkomulag og sú óregla sem því fylgir sýnir vel hversu illa
fer um sjálfstæð orðasambönd í orðbundinni lýsingu þar sem einyrt
flettiorð eru ráðandi sem flettueiningar og hversu erfitt er að ráða
þar bót á. Hér bætist við sá vandi sem hlýst af formlegum breytileika
margra orðasambanda og torveldar samræmi í framsetningu þeirra.
Sá breytileiki getur þar að auki kallað á ólíka framsetningu eftir því
undir hvaða flettiorð orðasambandinu er skipað. Ur þessu verður ekki
greitt nema orðasambönd geti gegnt sjálfstæðu flettuhlutverki, en for-
sendan fyrir því er sú að samböndin lúti samræmdri framsetningu og
fastri röðunarreglu.
1.4 Áhersla á samsvörun og jafngildi, hlutverk og staða
merkingarþáttarins
Tvímála orðabókarlýsing byggist á þeirri forsendu að orð í einu máli
eigi sér jafnheiti, þ.e. orð með samsvarandi merkingu, í öðru máli. Að