Orð og tunga - 01.06.2005, Side 28

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 28
26 Orð og tunga Fjölmörg orðasambönd eru þess eðlis að þau eiga naumast eða alls ekki merkingarlega samleið með einstökum merkingarbrigðum þeirra orða sem þau eru mynduð úr. I því sambandi má benda á að í Is- lenskri orðabók (2002) er víða brugðið á það ráð að sameina fjölda orða- sambanda í sérstökum lið innan orðsgreinarinnar með fyrirsögn eins og „í ýmsum samböndum", „í ýmsum orðasamböndum", „í ýmsum merkingum". í lýsingu sagnarinnarfylgja sameinar slíkur liður t.d. svo merkingarlega ólík sambönd sem fylgja fé, fylgja fötum, láta kné fylgja kviði og fylgja sér. Frá sjónarmiði notenda er sá meginágalli á þessu fyrirkomulagi að orðasambönd sem þarna lenda eru úr tengslum við allan skipulegan leitaraðgang og merkingarlega sundurgreiningu. Al- mennt gildir engin röðunarregla innan liðarins sem auðveldar leit að einstökum orðasamböndum, þótt orðasamböndin geti orðið fjölmörg (sjá t.d. orðið steinn þar sem yfirskriftin „í ýmsum orðasamböndum" tekur til rösklega 30 sambanda). Þó eru dæmi um skýra stafrófsröðun í slíkum liðum, t.d.í orðinu auga. I „ofurstóru" flettiorðunum hönd og fótur er svo enn ein tilhögunin, en þar er lýsingu orðasambanda sem tengjast forsetningum og öðrum smáorðum skipt í aðgreinda kafla með viðkomandi smáorð að fyrirsögn. Þau sambönd sem ekki ganga inn í þá flokkun eru að mestu færð undir einstakar merkingarfyrir- sagnir en að hluta til (undir fótur) höfð í sérstökum tölulið (undir fyr- irsögninni „ýmsar merkingar í föstum samböndum"). Þetta fyrirkomulag og sú óregla sem því fylgir sýnir vel hversu illa fer um sjálfstæð orðasambönd í orðbundinni lýsingu þar sem einyrt flettiorð eru ráðandi sem flettueiningar og hversu erfitt er að ráða þar bót á. Hér bætist við sá vandi sem hlýst af formlegum breytileika margra orðasambanda og torveldar samræmi í framsetningu þeirra. Sá breytileiki getur þar að auki kallað á ólíka framsetningu eftir því undir hvaða flettiorð orðasambandinu er skipað. Ur þessu verður ekki greitt nema orðasambönd geti gegnt sjálfstæðu flettuhlutverki, en for- sendan fyrir því er sú að samböndin lúti samræmdri framsetningu og fastri röðunarreglu. 1.4 Áhersla á samsvörun og jafngildi, hlutverk og staða merkingarþáttarins Tvímála orðabókarlýsing byggist á þeirri forsendu að orð í einu máli eigi sér jafnheiti, þ.e. orð með samsvarandi merkingu, í öðru máli. Að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.